Eftir að lokatölur voru birtar í Reykjavík-suður er ljóst að Jónína Bjartmarz er fallin af þingi. Ríkisstjórnin er ennþá fallin og hefur þingmannafjöldi ekki breyst síðan síðustu tölur komu. Stuttu áður birtust tölur úr Suðvesturkjördæmi og Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir eru enn úti.
Fylgi flokkanna á landsvísu er á þessari stundu sem hér segir:
Framsókn (B) - 11,5% - 7 þingmenn
Sjálfstæðisflokkur (D) - 36,2% - 24 þingmenn
Frjálslyndir(F) - 6,9% - 4 þingmenn
Íslandshreyfingin (I) - 3,4% - Engir þingmenn
Samfylkingin (S) - 27,8% - 19 þingmenn
Vinstri grænir (V) - 14,2% - 9 þingmenn
Formenn flokkanna segja enn ótímabært að ræða um stjórnarmyndanir þar sem þeir segja að enn geti allt gerst. Ingibjörg Sólrún segist ánægð með niðurstöðu kosninganna.