Guðjón Arnar segist þokkalega sáttur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. maí 2007 12:18 MYND/Sigurður Jökull Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. „Við höldum okkar fjölda þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að okkur," segir Guðjón. Þingmennirnir Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson náðu ekki kjöri en í stað þeirra koma inn á þing þeir Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson. Á kjörtímabilinu sem var að líða yfirgaf Gunnar Örlygsson þingflokkinn en seinna gekk Kristinn H. Gunnarsson til liðs við frjálslynda. Guðjón segist viss um að þeir Magnús og Sigurjón eigi eftir að halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir að detta út af þingi. „ Þetta eru ungir og efnilegir menn sem eiga framtíðina fyrir sér," segir hann. Aðspurður um hvernig næstu dagar komi til með að þróast segist hann gera ráð fyrir því að Geir Haarde muni fara sér hægt. „Ég geri ráð fyrir því að Geir taki sér tíma í að velta þessu fyrir sér. Framsóknarflokkurinn fær hins vegar mikinn skell og miðað við yfirlýsingar formannsins og fleiri leiðtoga flokksins er ekki hægt að draga ályktanir um að þeir ætli sér að starfa áfram í þessari ríkisstjórn", segir Guðjón Arnar. „En þetta skýrist fyrr en síðar og það eiga allir eftir að ræða við alla." Að sögn Guðjóns er greinilegt að flokkurinn sé að festa sig í sessi þrátt fyrir spár um annað „Við erum greinilega að festa okkur í sessi, komum út á sama stað og síðast, og vantar bara örfá atkvæði til að ná fimmta manni inn. Við erum eina ferðina enn að lenda í því að vera sá flokkur sem er með flest atkvæði á bak við hvern þingmann, en svona er kerfið bara og lítið við því að segja." 3308 atkvæði eru á bakvið hvern þingmann flokksins. Kosningar 2007 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. „Við höldum okkar fjölda þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að okkur," segir Guðjón. Þingmennirnir Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson náðu ekki kjöri en í stað þeirra koma inn á þing þeir Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson. Á kjörtímabilinu sem var að líða yfirgaf Gunnar Örlygsson þingflokkinn en seinna gekk Kristinn H. Gunnarsson til liðs við frjálslynda. Guðjón segist viss um að þeir Magnús og Sigurjón eigi eftir að halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir að detta út af þingi. „ Þetta eru ungir og efnilegir menn sem eiga framtíðina fyrir sér," segir hann. Aðspurður um hvernig næstu dagar komi til með að þróast segist hann gera ráð fyrir því að Geir Haarde muni fara sér hægt. „Ég geri ráð fyrir því að Geir taki sér tíma í að velta þessu fyrir sér. Framsóknarflokkurinn fær hins vegar mikinn skell og miðað við yfirlýsingar formannsins og fleiri leiðtoga flokksins er ekki hægt að draga ályktanir um að þeir ætli sér að starfa áfram í þessari ríkisstjórn", segir Guðjón Arnar. „En þetta skýrist fyrr en síðar og það eiga allir eftir að ræða við alla." Að sögn Guðjóns er greinilegt að flokkurinn sé að festa sig í sessi þrátt fyrir spár um annað „Við erum greinilega að festa okkur í sessi, komum út á sama stað og síðast, og vantar bara örfá atkvæði til að ná fimmta manni inn. Við erum eina ferðina enn að lenda í því að vera sá flokkur sem er með flest atkvæði á bak við hvern þingmann, en svona er kerfið bara og lítið við því að segja." 3308 atkvæði eru á bakvið hvern þingmann flokksins.
Kosningar 2007 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira