Nýr stjórnarsáttmáli boðar breytingar á verkefnum ráðuneyta Gissur Sigurðsson skrifar 23. maí 2007 07:05 MYND/Daníel Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Litlar breytingar urðu á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir utan að Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra og ýmis verkefni verða flutt frá heilbrigðisráðuneyti yfir í félagsmálaráðuneyti. Sturla Böðvarsson gengur úr ráðherraliðinu og verður forseti Alþingis. Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir áfram menntamálaráðherra, Einar K. Guðfinnson verður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, án þess að ráðuneytin hafi verið sameinuð, enn sem komið er.Árni M. Mathiesen verður áfram fjármálaráðherra og Björn Bjarnason áfram dóms- og kirkjumálaráðherra. Fram kom í viðtölum við konur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, að þeim þætti hlutur kvenna rýr í ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður utanríkisráðherra , Jóhanna Sigurðardóttir verður félagsmálaráðherra, eða ráðherra velferðarmála, eins og það var orðað í gærkvöldi. Málefni aldraðra og almannatrygginga færast undir undir ráðuneyti hennar. Þá verður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, en málefni ferðamála hafa verið færð frá samgönguráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. Fyrir utan Jóhönnu og Össur eru aðrir samfylkingarmenn, að Ingibjörgu Sólrúnu meðtalinni, að máta ráðherrastólinn í fyrsta sinn. Björgvin G. Sigurðsson verður viðskiptaráðherra og Kristján L. Möller fer með samgöngumál og Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er ekki í ráðherraliði flokksins. Klukkan hálftíu í dag mun Geir H. Haarde fara á fund Forseta Íslands og tilkynna honum að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð og klukkan ellefu verður svo stefnuyfirlýsing hinnar nýju stjórnar kynnt á Þingvöllum. Ríkisstjórnarskipti fara svo formlega fram á ríkisráðsfundi á morgun. Kosningar 2007 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Litlar breytingar urðu á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir utan að Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra og ýmis verkefni verða flutt frá heilbrigðisráðuneyti yfir í félagsmálaráðuneyti. Sturla Böðvarsson gengur úr ráðherraliðinu og verður forseti Alþingis. Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir áfram menntamálaráðherra, Einar K. Guðfinnson verður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, án þess að ráðuneytin hafi verið sameinuð, enn sem komið er.Árni M. Mathiesen verður áfram fjármálaráðherra og Björn Bjarnason áfram dóms- og kirkjumálaráðherra. Fram kom í viðtölum við konur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, að þeim þætti hlutur kvenna rýr í ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður utanríkisráðherra , Jóhanna Sigurðardóttir verður félagsmálaráðherra, eða ráðherra velferðarmála, eins og það var orðað í gærkvöldi. Málefni aldraðra og almannatrygginga færast undir undir ráðuneyti hennar. Þá verður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, en málefni ferðamála hafa verið færð frá samgönguráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. Fyrir utan Jóhönnu og Össur eru aðrir samfylkingarmenn, að Ingibjörgu Sólrúnu meðtalinni, að máta ráðherrastólinn í fyrsta sinn. Björgvin G. Sigurðsson verður viðskiptaráðherra og Kristján L. Möller fer með samgöngumál og Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er ekki í ráðherraliði flokksins. Klukkan hálftíu í dag mun Geir H. Haarde fara á fund Forseta Íslands og tilkynna honum að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð og klukkan ellefu verður svo stefnuyfirlýsing hinnar nýju stjórnar kynnt á Þingvöllum. Ríkisstjórnarskipti fara svo formlega fram á ríkisráðsfundi á morgun.
Kosningar 2007 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira