Birgir Leifur ósáttur við fyrsta hringinn 31. maí 2007 18:08 NordicPhotos/GettyImages Birgir Leifur Hafþórsson var ekki sáttur við spilamennsku sína á fyrsta hringnum á opna velska mótinu í dag þar sem hann lauk leik á 73 höggum eða fjórum yfir pari. Í samtali við Kylfing.is sagði Birgir að hann hefði verið að missa of mörg stutt pútt og það hefði kostað sig dýrt. „Ég er ekki ánægður með hringinn. Ég var að missa of mörg stutt pútt, þar af fjögur af innan við meters færi og það er dýrt,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Kylfing.is. Hann sagði að veðrið hafi ekki verið gott í morgun, töluverður vindur og þá gekk á með skúrum. Hann sagði að völlurinn hafi leynt nokkuð á sér og það hafi verið mikilvægt að staðsetja sig vel eins og reyndar alltaf. „Vindurinn var svolítið erfiður og maður vissi varla úr hvaða átt blés inn á brautunum. Það gerði manni erfiðara fyrir í sambandi við kylfuval. Flatirnar eru yfirleitt mjög litlar og því erfitt að komast inn á þær í tilætluðum höggafjölda. Ég var oft í flatarkanti og var að vippa vel, en púttin voru ekki að detta. Ég var með 33 pútt á hringnum og það var fjórum til fimm púttum of mikið. Ég hefði verið sáttur við parið í dag og ef púttin hefðu dottið hefði ég vel átt að geta gert það. Ég lenti aldrei í neinum stórvandræðum, en eins og ég sagði þá voru það helst púttin sem voru að klikka,“ sagði hann. Birgir Leifur sagðist þurfa að leika vel á morgun ef hann ætlaði sér að fá að spila um helgina. „Það er nokkuð ljóst að ég þarf að spila vel á morgun og það er stefnan. Ég hef engan áhuga á því að fara heim eftir hringinn á morgun.“ Hann er með fjölskylduna með í Wales, „það var upplagt tækifæri að taka fjölskylduna með því það var frí hjá börnunum í skólanum.“ Birgir Leifur sagði að allir keppendur hafi verið kalliðir inn um klukkan eitt í dag vegna úrhellis rigningar. „Völlurinn fór alveg á flot og nú bíða þeir sem eiga eftir að klára hringinn eftir að það stytti upp. Það er bjart hér til tíu í kvöld svo að það ætti að takast að klára hringinn.“ sagði Birgir Leifur sem fer út á 2. hringinn klukkan rúmlega tólf á morgun og hefur þá leik á 10. teig. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson var ekki sáttur við spilamennsku sína á fyrsta hringnum á opna velska mótinu í dag þar sem hann lauk leik á 73 höggum eða fjórum yfir pari. Í samtali við Kylfing.is sagði Birgir að hann hefði verið að missa of mörg stutt pútt og það hefði kostað sig dýrt. „Ég er ekki ánægður með hringinn. Ég var að missa of mörg stutt pútt, þar af fjögur af innan við meters færi og það er dýrt,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Kylfing.is. Hann sagði að veðrið hafi ekki verið gott í morgun, töluverður vindur og þá gekk á með skúrum. Hann sagði að völlurinn hafi leynt nokkuð á sér og það hafi verið mikilvægt að staðsetja sig vel eins og reyndar alltaf. „Vindurinn var svolítið erfiður og maður vissi varla úr hvaða átt blés inn á brautunum. Það gerði manni erfiðara fyrir í sambandi við kylfuval. Flatirnar eru yfirleitt mjög litlar og því erfitt að komast inn á þær í tilætluðum höggafjölda. Ég var oft í flatarkanti og var að vippa vel, en púttin voru ekki að detta. Ég var með 33 pútt á hringnum og það var fjórum til fimm púttum of mikið. Ég hefði verið sáttur við parið í dag og ef púttin hefðu dottið hefði ég vel átt að geta gert það. Ég lenti aldrei í neinum stórvandræðum, en eins og ég sagði þá voru það helst púttin sem voru að klikka,“ sagði hann. Birgir Leifur sagðist þurfa að leika vel á morgun ef hann ætlaði sér að fá að spila um helgina. „Það er nokkuð ljóst að ég þarf að spila vel á morgun og það er stefnan. Ég hef engan áhuga á því að fara heim eftir hringinn á morgun.“ Hann er með fjölskylduna með í Wales, „það var upplagt tækifæri að taka fjölskylduna með því það var frí hjá börnunum í skólanum.“ Birgir Leifur sagði að allir keppendur hafi verið kalliðir inn um klukkan eitt í dag vegna úrhellis rigningar. „Völlurinn fór alveg á flot og nú bíða þeir sem eiga eftir að klára hringinn eftir að það stytti upp. Það er bjart hér til tíu í kvöld svo að það ætti að takast að klára hringinn.“ sagði Birgir Leifur sem fer út á 2. hringinn klukkan rúmlega tólf á morgun og hefur þá leik á 10. teig. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Sjá meira