Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,07 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur hún nú í 7.953 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan 15. maí síðastliðinn en þá rauf hún 8.000 stiga múrinn í fyrsta sinn.
Vísitalan tók stökkið í kjölfar Alþingiskosninga 12 maí síðastliðinn, rauf múrinn en lækkaði svo lítillega.
Vísitalan hefur hækkað um 24,03 prósent frá áramótum og fór hæst í 8.175 stig.