
Sport
Federer marði sigur á Davydenko

Roger Federer tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik opna franska meistaramótsins í tennis þegar hann marði sigur á Nikolay Davydenko í undanúrslitum 7-5, 7-6 og 7-6. Federer átti erfitt uppdráttar allan leikinn en náði að merja sigur og á því möguleika á að vinna sigur á mótinu í fyrsta sinn þar sem hann mætir Rafael Nadal eða Serbanum Novak Djokovic um helgina.