Birgir Leifur komst áfram í Austurríki 8. júní 2007 17:20 Mynd/Eiríkur Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék annan hringinn á Opna austurríska mótinu í dag á 71 höggi, eða pari vallar. Hann er því samtals á 141 höggi, eða einu höggi undir pari eftir 36 holur. Hann er í 45.-59. sæti sem stendur og öruggur í gegnum niðurskurðinn. Íslenski kylfingurinn fékk 3 fugla á hringnum í dag, 12 pör og 3 skolla.Hann var að slá vel í dag, en eins og í gær voru púttin ekki alveg að detta. Þetta er tíunda mótið sem hann tekur þátt í á Evrópumótaröðinni í ár og hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn á sjö þeirra. Hann er fyrir mótið í 163. sæti á peningalistanum, en ætti að geta fært sig ofar á listanum með góðum leik um helgina. Ástralinn Richard Green er efstur eftir 36 holur á samtals 11 höggum undir pari. Hann lék hringinn í dag á 65 höggum, fékk 8 fugla og tvo skolla. Svíarnir Pelle Edberg og Steven Jeppesen og Spánverjinn Miguel Angel Jiménez koma næstir á samtals 9 höggum undir pari.Gary Houston frá Wales jafnaði vallarmetið á Fontana vellinum í Vínarborg í dag en hann lék á 63 höggum. Hann fékk 8 fugla, þar af sex á seinni níu. Hann er samtals á 7 höggum undir pari þar sem hann lék á 72 höggum í gær og er í 6. sæti.Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék annan hringinn á Opna austurríska mótinu í dag á 71 höggi, eða pari vallar. Hann er því samtals á 141 höggi, eða einu höggi undir pari eftir 36 holur. Hann er í 45.-59. sæti sem stendur og öruggur í gegnum niðurskurðinn. Íslenski kylfingurinn fékk 3 fugla á hringnum í dag, 12 pör og 3 skolla.Hann var að slá vel í dag, en eins og í gær voru púttin ekki alveg að detta. Þetta er tíunda mótið sem hann tekur þátt í á Evrópumótaröðinni í ár og hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn á sjö þeirra. Hann er fyrir mótið í 163. sæti á peningalistanum, en ætti að geta fært sig ofar á listanum með góðum leik um helgina. Ástralinn Richard Green er efstur eftir 36 holur á samtals 11 höggum undir pari. Hann lék hringinn í dag á 65 höggum, fékk 8 fugla og tvo skolla. Svíarnir Pelle Edberg og Steven Jeppesen og Spánverjinn Miguel Angel Jiménez koma næstir á samtals 9 höggum undir pari.Gary Houston frá Wales jafnaði vallarmetið á Fontana vellinum í Vínarborg í dag en hann lék á 63 höggum. Hann fékk 8 fugla, þar af sex á seinni níu. Hann er samtals á 7 höggum undir pari þar sem hann lék á 72 höggum í gær og er í 6. sæti.Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira