Ég hef aldrei séð annað eins 9. júní 2007 18:15 Friðrik Ingi segir uppákomuna í Mónakó í dag með hreinum ólíkindum Mynd/Vilhelm Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. "Þetta var auðvitað úrslitaleikur og mikið undir. Kýpur þurfti að vinna okkur með 17 stigum eða meira til að eiga möguleika á að vinna mótið. Þeir voru mjög grófir frá fyrstu mínútu og voru búnir að fá dæmdar á sig nokkrar óíþróttamannslegar villur. Þeir náðu þrettán stiga forystu í þriðja leikhluta, en við náðum að saxa það niður í sex stig í lokin og vorum á góðri leið með að vinna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir sauð allt uppúr. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi, en hann er líka aðstoðarþjálfari liðsins. "Við vonum auðvitað að svona lagað gerist aldrei aftur, en það varð allt vitlaust í lokin. Bekkurinn hjá þeim var þarna að fá einvherjar tæknivillur og ljót orð að ganga manna á milli - og í kjölfarið urðu bara hópslagsmál. Annar dómarinn reyndi svo að ganga milli manna en það tókst ekki betur til en það að einn leikmanna Kýpur tók hann hálstaki, reif hann upp í loftið og grýtti honum á bakið í gólfið. Það var engin öryggisgæsla þarna og það endaði með því að eftirlitsdómarinn smalaði okkar mönnum saman og fór með okkur inn í klefa. Lögreglan kom svo þarna að endingu og náði að stilla til friðar, en leikmenn Kýpur börðu og spörkuðu í hurðina á klefanum okkar þegar þeir gengu framhjá honum," sagði Friðrik. Ekki þótti ráðlegt að reyna að halda verðlaunaafhendingu eftir þessi miklu læti og því sagði Friðrik að íslenska liðið hefði fengið gullið afhent með kveðju frá prinsinum - sem hefði harmað að geta ekki afhent verðlaunin. Ekki urðu alvarleg meisli á leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir lætin, en Brenton Birmingham fékk reyndar skurð á höfuðið í fyrri hálfleiknum. Friðrik segir þó að nokkrir leikmanna liðsins hafi fengið kjaftshögg í látunum. "Verðlaunaafhendingin var alveg blásin af og við fengum gullverðlaunin okkar bara afhent og Lúxembúrg silfrið og okkur var svo send kveðja frá prinsinum þar sem hann harmaði að þetta færi svona. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur í þessu og létu Kýpur ekkert valta yfir sig. Ég hef hinsvegar aldrei orðið vitni af öðru eins og þessi uppákoma er með ólíkindum. Það er ekki ólíklegt að Kýpur verði bara vísað úr þessari keppni en það lá ekki fyrir þarna áðan," sagði Friðrik í samtali við Vísi, en hann var kominn út í rútu á leið út á flugvöll ásamt íslenska liðinu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. "Þetta var auðvitað úrslitaleikur og mikið undir. Kýpur þurfti að vinna okkur með 17 stigum eða meira til að eiga möguleika á að vinna mótið. Þeir voru mjög grófir frá fyrstu mínútu og voru búnir að fá dæmdar á sig nokkrar óíþróttamannslegar villur. Þeir náðu þrettán stiga forystu í þriðja leikhluta, en við náðum að saxa það niður í sex stig í lokin og vorum á góðri leið með að vinna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir sauð allt uppúr. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi, en hann er líka aðstoðarþjálfari liðsins. "Við vonum auðvitað að svona lagað gerist aldrei aftur, en það varð allt vitlaust í lokin. Bekkurinn hjá þeim var þarna að fá einvherjar tæknivillur og ljót orð að ganga manna á milli - og í kjölfarið urðu bara hópslagsmál. Annar dómarinn reyndi svo að ganga milli manna en það tókst ekki betur til en það að einn leikmanna Kýpur tók hann hálstaki, reif hann upp í loftið og grýtti honum á bakið í gólfið. Það var engin öryggisgæsla þarna og það endaði með því að eftirlitsdómarinn smalaði okkar mönnum saman og fór með okkur inn í klefa. Lögreglan kom svo þarna að endingu og náði að stilla til friðar, en leikmenn Kýpur börðu og spörkuðu í hurðina á klefanum okkar þegar þeir gengu framhjá honum," sagði Friðrik. Ekki þótti ráðlegt að reyna að halda verðlaunaafhendingu eftir þessi miklu læti og því sagði Friðrik að íslenska liðið hefði fengið gullið afhent með kveðju frá prinsinum - sem hefði harmað að geta ekki afhent verðlaunin. Ekki urðu alvarleg meisli á leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir lætin, en Brenton Birmingham fékk reyndar skurð á höfuðið í fyrri hálfleiknum. Friðrik segir þó að nokkrir leikmanna liðsins hafi fengið kjaftshögg í látunum. "Verðlaunaafhendingin var alveg blásin af og við fengum gullverðlaunin okkar bara afhent og Lúxembúrg silfrið og okkur var svo send kveðja frá prinsinum þar sem hann harmaði að þetta færi svona. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur í þessu og létu Kýpur ekkert valta yfir sig. Ég hef hinsvegar aldrei orðið vitni af öðru eins og þessi uppákoma er með ólíkindum. Það er ekki ólíklegt að Kýpur verði bara vísað úr þessari keppni en það lá ekki fyrir þarna áðan," sagði Friðrik í samtali við Vísi, en hann var kominn út í rútu á leið út á flugvöll ásamt íslenska liðinu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti