Viðskipti innlent

Exista kaupir í breskri íþróttavörukeðju

Sameiginlegt félag í eigu Exista hf. og Chris Ronnie hefur keypt 29 prósenta hlut í bresku íþróttavörukeðjunni JJB Sports. Kaupverð nemur samtals 190 milljónum punda, jafnvirði 24 milljarða króna.

Keðjan rekur 410 íþróttavöruverslanir víðs vegar um Bretland og á Írlandi.

Seljandi hlutarins er Whelan fjölskyldan, sem byggt hefur félagið upp á

undanförnum áratugum.

Chris Ronnie mun í kjölfarið taka við stöðu aðstoðarforstjóra JJB Sports en hann hefur í aldarfjórðung starfað í alþjóðlegum íþrótta- og sportvörugeira, meðal annars hjá Sports Division, JJB Sports, Umbro International Limited og SportsWorld International Limited, að því er fram kemur í tilkynningu Kauphallar Íslands.

Kaupþing Singer & Friedlander kom að viðskiptunum og annast fjármögnun.

Haft er eftir Lýði Guðmundssyni, stjórnarformanni að fjárfestingin samræmist fjárfestingastefnu félagsins og uppfylli þau skilyrði sem það setji sér um gott fjárstreymi og traust viðskiptalíkan






Fleiri fréttir

Sjá meira


×