Lewis Hamilton sigraði kappaksturinn í Indianapolis í dag. Þar með styrkti hann stöðu sína á toppnum í einstaklingskeppninni. Fernando Alonso, félagi Hamilton hjá McClaren kom annar í mark.
Felipe Massa hjá Ferrari var þriðji og Kimi Raikkönen kom fjórði í mark, en hann keyrir einnig fyrir Ferrari.