Gay stal senunni á ný

Spretthlauparinn Tyson Gay var heldur betur í sviðsljósinu á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina. í fyrrinótt hljóp hann á besta tíma ársins í 100 m hlaupi og í nótt náði hann öðrum besta tíma í sögunni í 200 metra hlaupi þegar hann kom í mark á 19,62 sekúndum - 0,3 sekúndum frá ótrúlegu heimsmeti Michael Johnson frá árinu 1996.