Sport
Mauresmo hefur titilvörnina með stæl
Ameli Mauresmo var í miklu stuði í dag þegar hún vann öruggan sigur á Jamea Jackson í fyrstu umferðinni á Wimbledon mótinu í dag 6-1 og 6-3. Mauresmo vann leikinn á rétt rúmri klukkustund og vann nokkuð átakalítinn sigur gegn Jackson sem er í 158. sæti á heimslistanum.