Mars-jeppar í kröppum dansi Oddur S. Báruson skrifar 21. júlí 2007 14:33 MYND/Nasa Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð. Jepparnir tveir, Opportunity og Spirit, lentu á Mars snemma árs 2004 og hafa safnað gögnum til rannsókna á plánetunni. Þeir eru á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, Nasa. Hægt hefur verið á starfsemi jeppanna til að svara orkuskortinum. Þó má ekki slökkva alveg á þeim því halda þarf hita í vélum þeirra til að verja viðkvæman tæknibúnað. Stormurinn hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Er hann einn sá kröftugasti sem mælst hefur á Mars. Enn er ekki séð fyrir endann á óveðrinu. Forsvarsmenn Nasa segja að ekki hafi verið gert ráð fyrir slíku ofsaveðri þegar jepparnir voru hannaðir. Meira er óttast um ástand Opportunity jeppans. Hann er staðsettur á Meridiani-lágsléttunni þar sem stormurinn er hvað svæsnastur. Rykmökkurinn yfir því svæði hindrar flæði 99 prósent sólarljóss til jeppans. Við venjulegar kringumstæður hlóð rafall Opportunity 700 vattstundir á dag. Nú hefur þeim fækkað niður í 128 á dag, sem er það lægsta sem jeppinn hefur áorkað. Áður en stormurinn skall á stóð Oppurtunity frammi fyrir þeirri háskaför að renna ofan í Viktoríu-gíginn. Vísindamenn bundu miklar vonir við ferðina þó ekki væri ráðgert að jeppinn ætti afturkvæmt úr gígnum. Vonast var til að með sýnum þaðan yrði unnt að skyggnast lengra aftur í jarðfræðisögu Mars. Ófyrirsjáanlegt er hvort úr þeirra för verði nú. Til þessa hafa Mars jepparnir þó reynst verkum sínum vaxnir og ómetanlegir við rannsóknir á Mars. Síðan þeir lentu árið 2004 hafa þeir keyrt um og tekið fjölmargar myndir og safnað jarðvegssýnum. Við skoðanir þeirra hafa meðal annars fundist vísbendingar um vatn á plánetunni. BBC greinir frá. Myndin sýnir hvernig myrkrvað hefur með vexti stormsinsMYND/Nasa . Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð. Jepparnir tveir, Opportunity og Spirit, lentu á Mars snemma árs 2004 og hafa safnað gögnum til rannsókna á plánetunni. Þeir eru á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, Nasa. Hægt hefur verið á starfsemi jeppanna til að svara orkuskortinum. Þó má ekki slökkva alveg á þeim því halda þarf hita í vélum þeirra til að verja viðkvæman tæknibúnað. Stormurinn hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Er hann einn sá kröftugasti sem mælst hefur á Mars. Enn er ekki séð fyrir endann á óveðrinu. Forsvarsmenn Nasa segja að ekki hafi verið gert ráð fyrir slíku ofsaveðri þegar jepparnir voru hannaðir. Meira er óttast um ástand Opportunity jeppans. Hann er staðsettur á Meridiani-lágsléttunni þar sem stormurinn er hvað svæsnastur. Rykmökkurinn yfir því svæði hindrar flæði 99 prósent sólarljóss til jeppans. Við venjulegar kringumstæður hlóð rafall Opportunity 700 vattstundir á dag. Nú hefur þeim fækkað niður í 128 á dag, sem er það lægsta sem jeppinn hefur áorkað. Áður en stormurinn skall á stóð Oppurtunity frammi fyrir þeirri háskaför að renna ofan í Viktoríu-gíginn. Vísindamenn bundu miklar vonir við ferðina þó ekki væri ráðgert að jeppinn ætti afturkvæmt úr gígnum. Vonast var til að með sýnum þaðan yrði unnt að skyggnast lengra aftur í jarðfræðisögu Mars. Ófyrirsjáanlegt er hvort úr þeirra för verði nú. Til þessa hafa Mars jepparnir þó reynst verkum sínum vaxnir og ómetanlegir við rannsóknir á Mars. Síðan þeir lentu árið 2004 hafa þeir keyrt um og tekið fjölmargar myndir og safnað jarðvegssýnum. Við skoðanir þeirra hafa meðal annars fundist vísbendingar um vatn á plánetunni. BBC greinir frá. Myndin sýnir hvernig myrkrvað hefur með vexti stormsinsMYND/Nasa .
Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira