Viðskipti innlent

Methagnaður hjá Eik banka

Marner Jacobsen, forstjóri Eik banka.
Marner Jacobsen, forstjóri Eik banka.

Hagnaður hins færeyska Eik banka nam tæpum 2,3 milljörðum íslenskra króna á fyrri helmingi árs. Um er að ræða rétt rúma þrjátíu prósenta hagnaðaraukningu sé miðað við sama tímabil í fyrra.

"Þetta er methagnaður. Við höfum vaxið gríðarlega á þessu ári, bæði í Danmörku og í Færeyjum. Þá hafa fjárfestingar okkar á Íslandi og í Danmörku skilað góðum hagnaði", sagði Marner Jacobsen forstjóri.

Fram kemur í tilkynningu frá Eik banka að vænta megi rúmlega 3,7 milljarða hagnaði fyrir árið í heild. Þá segir að árið 2007 verði lengi í minnum haft innan félagsins, enda hafi Eik banki verið skráður tvíhliða á markað í Danmörku og á Íslandi fyrr á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×