Dreggjar samræðna 31. júlí 2007 06:00 Guð blessi munninn á mér. Þessi setning kemur fyrir í skáldsögunni Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson þegar sögupersónu þykir hún hafa sagt of mikið um atburði sem ekki ætti að tjá sig um sakir þekkingarleysis og eðli umræðuefnisins. Töluð orð eru þó gædd þeim eiginleikum að þau fuðra upp í loftinu eftir að þeim hefur verið sleppt af vörunum. Þó að orðin geti vissulega haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér er hægt að reka þau ofan í persónuna sem þau mælti. Síðan sögusmettur hófu göngu sína með slúður milli bæja hefur margt breyst. Rógberarnir þurfa ekki lengur að standa upp til að koma dylgjum sínum áleiðis. Róginn er heldur ekki hægt að rekja beint til þeirra. Nú getur sögusmettan setið sallaróleg með fíkjukex og kaffibolla við tölvuna og þusað um hvers kyns mál sem hún hefur ekki hugmynd um undir dulnefni. Slefberarnir þurfa ekki að leita heimilda, afsaka neitt heldur láta þeir bara móðan mása. Öðru fólki oft til mikilla miska.+ Auðvitað talar fólk um það sem er efst á baugi í samfélaginu þá stundina. Skynsemin og samviskan kemur þó oft í veg fyrir að það láti allt flakka sem því dettur í hug um málið hvort sem það telur að hugdettan sé skarpleg ályktun eða skemmtileg hótfyndni. Fréttamiðlar á netinu verða sífellt öflugri og notendavænni. Ef voveiflegir atburðir sem varða samfélagið allt gerast greina þeir oftast fyrstir frá þeim. Upplýsingum er svo bætt við fréttirnar eftir því sem frekari staðfestingar berast af atburðunum. Bæði viðkomandi fréttastofa og -ritari verða að gæta sín á að láta ósönn og óvarleg orð ekki falla. Sama lögmál virðist þó alls ekki gilda um fréttahnýtingana eða mítlana sem flestir miðlar leyfa að leggja orð í belg á síðum sínum. Dreggjar samræðna virðast helst þrífast á vönduðum fréttamiðlum og því veltir maður því fyrir sér hvaða tilgang fréttastofurnar sjá í því að hver sem er geti hengt daunillan slúðurhala við hlið fréttanna. Að setja ófyrirleitin orð inn á fjölförnum stað netsins er líkast því að orðin væru öskruð hástöfum í mannþröng. Allar líkur eru á því að þeir sem koma að málinu verði óþyrmilega varir við spaugið og slúðrið. Það er svo sem hægt að halda uppi vörnum fyrir andstyggilegan úrganginn sem menn leyfa sér að klína utan í fréttasíður úr hugarfylgsnum sínum: og benda á að enginn sé neyddur til lestursins. Klíningurinn er þó þeim eiginleika gæddur að hann sést hvort sem manni líkar betur eða verr. Það hefur áhrif á hughrifin við lestur frétt-arinnar og geta hrellt þá sem koma að málinu. Öllum getur orðið á að reka við á almannafæri. Að setja ófyrirleitin orð á netið er þó líkara því að maður skíti á tröppurnar hjá nágrannanum. Öfugt við önnur verðmæti eru orð oft þeim mun dýrari eftir því sem þau eru lágkúrulegri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Guð blessi munninn á mér. Þessi setning kemur fyrir í skáldsögunni Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson þegar sögupersónu þykir hún hafa sagt of mikið um atburði sem ekki ætti að tjá sig um sakir þekkingarleysis og eðli umræðuefnisins. Töluð orð eru þó gædd þeim eiginleikum að þau fuðra upp í loftinu eftir að þeim hefur verið sleppt af vörunum. Þó að orðin geti vissulega haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér er hægt að reka þau ofan í persónuna sem þau mælti. Síðan sögusmettur hófu göngu sína með slúður milli bæja hefur margt breyst. Rógberarnir þurfa ekki lengur að standa upp til að koma dylgjum sínum áleiðis. Róginn er heldur ekki hægt að rekja beint til þeirra. Nú getur sögusmettan setið sallaróleg með fíkjukex og kaffibolla við tölvuna og þusað um hvers kyns mál sem hún hefur ekki hugmynd um undir dulnefni. Slefberarnir þurfa ekki að leita heimilda, afsaka neitt heldur láta þeir bara móðan mása. Öðru fólki oft til mikilla miska.+ Auðvitað talar fólk um það sem er efst á baugi í samfélaginu þá stundina. Skynsemin og samviskan kemur þó oft í veg fyrir að það láti allt flakka sem því dettur í hug um málið hvort sem það telur að hugdettan sé skarpleg ályktun eða skemmtileg hótfyndni. Fréttamiðlar á netinu verða sífellt öflugri og notendavænni. Ef voveiflegir atburðir sem varða samfélagið allt gerast greina þeir oftast fyrstir frá þeim. Upplýsingum er svo bætt við fréttirnar eftir því sem frekari staðfestingar berast af atburðunum. Bæði viðkomandi fréttastofa og -ritari verða að gæta sín á að láta ósönn og óvarleg orð ekki falla. Sama lögmál virðist þó alls ekki gilda um fréttahnýtingana eða mítlana sem flestir miðlar leyfa að leggja orð í belg á síðum sínum. Dreggjar samræðna virðast helst þrífast á vönduðum fréttamiðlum og því veltir maður því fyrir sér hvaða tilgang fréttastofurnar sjá í því að hver sem er geti hengt daunillan slúðurhala við hlið fréttanna. Að setja ófyrirleitin orð inn á fjölförnum stað netsins er líkast því að orðin væru öskruð hástöfum í mannþröng. Allar líkur eru á því að þeir sem koma að málinu verði óþyrmilega varir við spaugið og slúðrið. Það er svo sem hægt að halda uppi vörnum fyrir andstyggilegan úrganginn sem menn leyfa sér að klína utan í fréttasíður úr hugarfylgsnum sínum: og benda á að enginn sé neyddur til lestursins. Klíningurinn er þó þeim eiginleika gæddur að hann sést hvort sem manni líkar betur eða verr. Það hefur áhrif á hughrifin við lestur frétt-arinnar og geta hrellt þá sem koma að málinu. Öllum getur orðið á að reka við á almannafæri. Að setja ófyrirleitin orð á netið er þó líkara því að maður skíti á tröppurnar hjá nágrannanum. Öfugt við önnur verðmæti eru orð oft þeim mun dýrari eftir því sem þau eru lágkúrulegri.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun