Styttist í kvikmyndaveislu Græna Ljóssins Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 2. ágúst 2007 13:17 Kynningarspjald fyrir heimildarmyndina ZOO Fimm nýjar myndir hafa verið staðfestar á á bíódaga Græna ljóssins, en nú eru ekki nema tvær vikur í að þeir hefjist. Myndirnar eru Away From Her, en þar leikur Julie Christie heilabilaða konu sem gleymir manninum sínum til fjörtíu ára þegar hún leggst inn á hjúkrunarheimili; heimildarmyndin Fast Food Nation, sem kafað er ofan í afleiðingar skyndibitafæðis á heilsuna, umhverfið og samfélagið; Goodbye Bafana, sem fjallar um Nelson Mandela með því að segja söguna um samband hans við fangavörð sinn til tuttugu ára; heimildarmyndin Fuck, sem fjallar um orðið ,,Fuck", uppruna þess, áhrif og ástæðuna fyrir því að það móðgar suma svona svakalega og heimildarmyndin ,,Zoo", um atvik þar sem maður lést þegar ristillinn í honum sprakk, eftir náin kynni við arabískan gæðing. Í tilkynningu sem Græna ljósið sendi frá sér þegar það kynnti hátíðina segir að lögð verði áhersla á að takmarka fjölda kvikmynda, en vanda valið þeim mun betur. Þá vilja stjórnendur hátíðarinnar tryggja að hver einasta mynd njóti sín sem og að kvikmyndaáhugamenn hafi tækifæri til þess að sjá sem flestar, ef ekki allar, þær myndir sem boðið verður upp á. Miðað við myndirnar sem þegar eru staðfestar er ekki ólíklegt að þeir verði margir sem vilja gera einmitt það. Þrettán myndir af þeim 18- 20 sem til stendur að sína hafa verið staðfestar. Að öðrum ólöstuðum ber opnunarmynd hátíðarinnar, ,,Sicko" sem er nýjasta mynd Michaels Moore, einna hæst. Síðustu kvikmyndarnar verða staðfestar í næstu viku. Áætlað er að selja tíu mynda afsláttarpassa á hátíðina og verður fyrirkomulag á sölu hans kynnt innan skamms. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fimm nýjar myndir hafa verið staðfestar á á bíódaga Græna ljóssins, en nú eru ekki nema tvær vikur í að þeir hefjist. Myndirnar eru Away From Her, en þar leikur Julie Christie heilabilaða konu sem gleymir manninum sínum til fjörtíu ára þegar hún leggst inn á hjúkrunarheimili; heimildarmyndin Fast Food Nation, sem kafað er ofan í afleiðingar skyndibitafæðis á heilsuna, umhverfið og samfélagið; Goodbye Bafana, sem fjallar um Nelson Mandela með því að segja söguna um samband hans við fangavörð sinn til tuttugu ára; heimildarmyndin Fuck, sem fjallar um orðið ,,Fuck", uppruna þess, áhrif og ástæðuna fyrir því að það móðgar suma svona svakalega og heimildarmyndin ,,Zoo", um atvik þar sem maður lést þegar ristillinn í honum sprakk, eftir náin kynni við arabískan gæðing. Í tilkynningu sem Græna ljósið sendi frá sér þegar það kynnti hátíðina segir að lögð verði áhersla á að takmarka fjölda kvikmynda, en vanda valið þeim mun betur. Þá vilja stjórnendur hátíðarinnar tryggja að hver einasta mynd njóti sín sem og að kvikmyndaáhugamenn hafi tækifæri til þess að sjá sem flestar, ef ekki allar, þær myndir sem boðið verður upp á. Miðað við myndirnar sem þegar eru staðfestar er ekki ólíklegt að þeir verði margir sem vilja gera einmitt það. Þrettán myndir af þeim 18- 20 sem til stendur að sína hafa verið staðfestar. Að öðrum ólöstuðum ber opnunarmynd hátíðarinnar, ,,Sicko" sem er nýjasta mynd Michaels Moore, einna hæst. Síðustu kvikmyndarnar verða staðfestar í næstu viku. Áætlað er að selja tíu mynda afsláttarpassa á hátíðina og verður fyrirkomulag á sölu hans kynnt innan skamms.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira