Gin- og klaufaveiki greinist á öðru býli Guðjón Helgason skrifar 7. ágúst 2007 12:15 Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi á Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Bændur á Bretlandseyjum segja það mikið áfall ef í ljós komi að sjúkdómurinn hafi borist í dýrin frá rannsóknarstöð sem meðal annars framleiðir bóluefni gegn sjúkdómnum. Í morgun var greint frá því að gin- og klaufaveiki hefði greinst á nautgripabúi sem er í nokkurra kílómetra fjarlæðg frá búinu þar sem veikin greindist í síðustu viku. Um hundrað gripum hefur verið fargað. Ákveðið verður síðar í dag hvort varnarsvæðið verður stækkað. Sky fréttastofan greindi frá því í morgun að hugsanlega hefði veikin greinst á þriðja búinu til viðbótar en það hefur þó ekki verið staðfest. Óttast er að veikin, sem er afar smitandi, breiðist út um Suður-England og því allt gert til að koma í veg fyrir það. Enn er verið að rannsaka hvort sjúkdómurinn hafi borist í skepnurnar frá Pibright rannsóknarstöðinni sem er skammt frá býlunum en þar hafði veiran sem veldur veikinni verið meðhöndluð, bæði að opinberri stofnun sem annast dýraveikivarnir og einkareknu lyfjafyrirtæki. Verið er að kanna hvort öryggisreglum hafi verið fylgt en forsvarsmenn rannsóknarstöðvarinnar segja að svo hafi verið. Enn er verið að kanna hvort veiran hafi borist í skepnurnar með flóðvatni þegar sem mest flæddi á Englandi fyrr í sumar. Bóndinn á býlinu þar sem veikin greindist fyrst kom fram á blaðamannafundi hjá bresku bændasamtökunum í morgun. Hann sagði þetta hafa verið mikið áfall fyrir sig. Hann sagði að það hefði flætt upp úr holræsum á býlinu fyrr í sumar og það hefði einnig geta valdið smitinu. Talsmaður bændasamtakanna segir sjúkdóminn geta kostað bændur og aðra í samstarfi við þá tugi milljóna punda. Breska ríkisstjórnin hefur í samráði við Evrópusambandið bannað alla flutninga á lifandi búfé frá Englandi, Skotlandi og Wales og í morgun var formlegt bann á útflutningi á kjöt- og mjólkurafurðum útfært. Bann innflutningi á skepnum og afurðum frá Bretlandi til Norður-Írlands er einnig í gildi. Erlent Fréttir Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi á Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Bændur á Bretlandseyjum segja það mikið áfall ef í ljós komi að sjúkdómurinn hafi borist í dýrin frá rannsóknarstöð sem meðal annars framleiðir bóluefni gegn sjúkdómnum. Í morgun var greint frá því að gin- og klaufaveiki hefði greinst á nautgripabúi sem er í nokkurra kílómetra fjarlæðg frá búinu þar sem veikin greindist í síðustu viku. Um hundrað gripum hefur verið fargað. Ákveðið verður síðar í dag hvort varnarsvæðið verður stækkað. Sky fréttastofan greindi frá því í morgun að hugsanlega hefði veikin greinst á þriðja búinu til viðbótar en það hefur þó ekki verið staðfest. Óttast er að veikin, sem er afar smitandi, breiðist út um Suður-England og því allt gert til að koma í veg fyrir það. Enn er verið að rannsaka hvort sjúkdómurinn hafi borist í skepnurnar frá Pibright rannsóknarstöðinni sem er skammt frá býlunum en þar hafði veiran sem veldur veikinni verið meðhöndluð, bæði að opinberri stofnun sem annast dýraveikivarnir og einkareknu lyfjafyrirtæki. Verið er að kanna hvort öryggisreglum hafi verið fylgt en forsvarsmenn rannsóknarstöðvarinnar segja að svo hafi verið. Enn er verið að kanna hvort veiran hafi borist í skepnurnar með flóðvatni þegar sem mest flæddi á Englandi fyrr í sumar. Bóndinn á býlinu þar sem veikin greindist fyrst kom fram á blaðamannafundi hjá bresku bændasamtökunum í morgun. Hann sagði þetta hafa verið mikið áfall fyrir sig. Hann sagði að það hefði flætt upp úr holræsum á býlinu fyrr í sumar og það hefði einnig geta valdið smitinu. Talsmaður bændasamtakanna segir sjúkdóminn geta kostað bændur og aðra í samstarfi við þá tugi milljóna punda. Breska ríkisstjórnin hefur í samráði við Evrópusambandið bannað alla flutninga á lifandi búfé frá Englandi, Skotlandi og Wales og í morgun var formlegt bann á útflutningi á kjöt- og mjólkurafurðum útfært. Bann innflutningi á skepnum og afurðum frá Bretlandi til Norður-Írlands er einnig í gildi.
Erlent Fréttir Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira