Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, hefur valið þá 14 leikmenn sem verða í hópnum í leikjahrinu sem er framundan hjá liðinu. Liðið spilar fjóra leiki á næstu vikum, meðal annars við lið Georgíu en Zaza Pacchulia, leikmaður Atlanta Hawks, verður þar fremstur í flokki.
Hópurinn er þannig skipaður:
Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík
Sigurður Þorsteinsson, Keflavík
Brenton Birmingham, Njarðvík
Friðrik Stefánsson, Njarðvík
Jóhann Ólafsson, Njarðvík
Hreggviður Magnússon, ÍR
Fannar Ólafsson, KR
Brynjar Björnsson, KR
Helgi Magnússon, Boncourt
Jakob Sigurðarson, Vigo
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Kristinn Jónasson, Fjölnir
Logi Gunnarsson, Gijon
Jón Arnór Stefánsson, Roma