Tölvuframleiðandinn Acer er með 20,3 prósenta markaðshlutdeild á fartölvumarkaði í Evrópu og er það mesta markaðshlutdeildin í álfunni, samkvæmt nýútkominni skýrslu greiningafyrirtækisins Gartner. Þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið situr í fyrsta sæti.
Heildartölvusala á markaðssvæðinu óx um tæp 13 prósent á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra.
Þegar litið er á einstök lönd sést að Acer trónir á toppnum í sjö löndum Evrópu, þar á meðal Danmörku, Belgíu, Frakklandi og Hollandi sem teljast á meðal kröfuhörðustu mörkuðum álfunnar.
