Tónlist

Miðasala á Franz Ferdinand hefst á morgun

Alex Kapranos aðalsöngvari sveitarinnar
Alex Kapranos aðalsöngvari sveitarinnar MYND/AFP

Skoska gítarpoppsveitin Franz Ferdinand heldur tónleika á NASA föstudaginn 14. september og hefst miðasala á tónleikana á morgun, föstudag í verslunum Skífunnar, BT og á Midi.is.

Hljómsveit hélt síðast tónleika hér á landi í Kaplakrika fyrir tveimur árum og hafa meðlimir hennar sóst eftir því að koma hingað til tónleikahalds aftur. Þeir ætla að nýta tónleikana á NASA til að prufukeyra ný lög í bland við eldri slagara en von er á þriðju breiðskífu hljómsveitarinnar seint í ár eða snemma á því næsta. Á NASA gefst áhorfendum kostur á að berja meðlimi hljómsveitarinnar augum í töluvert meira návígi en þeir venjulega bjóða uppá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×