Bókasafnsfræðingur mokar inn milljónum á dúkkulísum 10. ágúst 2007 11:03 Inga María Guðmundsdóttir. Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar. Síðan er svokölluð tenglasíða, en þar geta krakkar fundið alls kyns tölvuleiki sem kalla má dúkkulísuleiki og ganga út á að klæða alls kyns fígúrur í föt. Hugmyndin að síðunni kviknaði hjá Ingu Maríu árið 1998 þegar hún var heima við í veikindafríi. „Þetta byrjaði þegar ég var að leita að tölvuleikjum á Netinu fyrir litla frænku mína, sem er reyndar ekki lítil lengur," segir Inga María í samtali við Vísi. Í tekjublaði Mannlífs er greint frá því að Inga María hafi tvær milljónir króna í mánaðartekjur. Hún vildi ekki fara nánar út í þá sálma en segir þó að þetta sé góð tekjulind. „Þetta gengur alltaf betur og betur og það er hægt að hafa mjög góðar tekjur af þessu," segir Inga María en auglýsingar á síðunni eru í gegnum Google AdWords. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Ingu Maríu þegar kemur að tekjuöflun í gegnum síðuna er sú staðreynd að síðan er gríðarlega vinsæl en heimsóknir á síðuna í hverjum mánuði telja um sjö milljónir og flettingar eru um 40 milljónir, að sögn Ingu. „Þegar svona margir fara í gegn hjá manni þá safnast þetta saman, en ég fæ borgað í hvert skipti sem einhver gestur les auglýsingu á síðunni." Inga María segir að í dag séu fjölmargar síður á Netinu í svipuðum dúr og hennar. „En ég var fyrst með þetta og nýt góðs af því." Umstangið í kringum síðuna var í fyrstu bara áhugamál hjá Ingu Maríu en í dag er þetta orðin hennar aðalvinna. Hún þarf að uppfæra hana reglulega og bæta við nýjum leikjum á hverjum degi. „Ég er í hálfu starfi á bókasafninu á Ísafirði því ég get eiginlega ekki hugsað mér að sitja ein fyrir framan tölvuna allan daginn."Inga María fær einnig mikið af ábendingum frá notendum síðunnar um leiki sem vert væri að tengja inn á. „Sumar ábendingar koma meira að segja frá íslenskum krökkum sem gera sitt besta til að tjá sig á ensku við mig og hafa ekki hugmynd að ég er Íslendingur," segir Inga. Síðan hefur ávallt verið á ensku og segir Inga að stærsti hluti notenda sé frá Bandaríkjunum en síðan er vistuð í Kanada. Inga segist ekki vera með nein frekari áform um útþenslu í Netheimum á prjónunum. „Ég læt þetta nú duga held ég. Þó er ég farin að búa til leiki sjálf og ég lauma þeim inn á síðuna af og til," segir bókasafnsfræðingurinn og heimasíðudrottningin Inga María Guðmundsdóttir að lokum.Hér má sjá heimasíðu Ingu Maríu. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar. Síðan er svokölluð tenglasíða, en þar geta krakkar fundið alls kyns tölvuleiki sem kalla má dúkkulísuleiki og ganga út á að klæða alls kyns fígúrur í föt. Hugmyndin að síðunni kviknaði hjá Ingu Maríu árið 1998 þegar hún var heima við í veikindafríi. „Þetta byrjaði þegar ég var að leita að tölvuleikjum á Netinu fyrir litla frænku mína, sem er reyndar ekki lítil lengur," segir Inga María í samtali við Vísi. Í tekjublaði Mannlífs er greint frá því að Inga María hafi tvær milljónir króna í mánaðartekjur. Hún vildi ekki fara nánar út í þá sálma en segir þó að þetta sé góð tekjulind. „Þetta gengur alltaf betur og betur og það er hægt að hafa mjög góðar tekjur af þessu," segir Inga María en auglýsingar á síðunni eru í gegnum Google AdWords. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Ingu Maríu þegar kemur að tekjuöflun í gegnum síðuna er sú staðreynd að síðan er gríðarlega vinsæl en heimsóknir á síðuna í hverjum mánuði telja um sjö milljónir og flettingar eru um 40 milljónir, að sögn Ingu. „Þegar svona margir fara í gegn hjá manni þá safnast þetta saman, en ég fæ borgað í hvert skipti sem einhver gestur les auglýsingu á síðunni." Inga María segir að í dag séu fjölmargar síður á Netinu í svipuðum dúr og hennar. „En ég var fyrst með þetta og nýt góðs af því." Umstangið í kringum síðuna var í fyrstu bara áhugamál hjá Ingu Maríu en í dag er þetta orðin hennar aðalvinna. Hún þarf að uppfæra hana reglulega og bæta við nýjum leikjum á hverjum degi. „Ég er í hálfu starfi á bókasafninu á Ísafirði því ég get eiginlega ekki hugsað mér að sitja ein fyrir framan tölvuna allan daginn."Inga María fær einnig mikið af ábendingum frá notendum síðunnar um leiki sem vert væri að tengja inn á. „Sumar ábendingar koma meira að segja frá íslenskum krökkum sem gera sitt besta til að tjá sig á ensku við mig og hafa ekki hugmynd að ég er Íslendingur," segir Inga. Síðan hefur ávallt verið á ensku og segir Inga að stærsti hluti notenda sé frá Bandaríkjunum en síðan er vistuð í Kanada. Inga segist ekki vera með nein frekari áform um útþenslu í Netheimum á prjónunum. „Ég læt þetta nú duga held ég. Þó er ég farin að búa til leiki sjálf og ég lauma þeim inn á síðuna af og til," segir bókasafnsfræðingurinn og heimasíðudrottningin Inga María Guðmundsdóttir að lokum.Hér má sjá heimasíðu Ingu Maríu.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent