Viðskipti innlent

Mikil lækkun Úrvalsvísitölunnar

Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,47 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði hún í 7.993 stigum við lokun viðskipta. Viðlíka lækkun á vísitölunni hefur ekki sést síðan í byrjun apríl í fyrra en þá voru miklar hræringar á íslenskum hlutabréfamarkaði. Gengi bréfa í Evrópu hafa sömuleiðis lækkað mikið í dag. Lækkunin heldur áfram á bandarískum hlutabréfamarkaði.

Gengi krónunnar lækkaði um 1,7 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 121,8 stigum.

Gengi bréfa í Exista lækkaði mest skráðra félaga í Kauphöllinni í dag, eða um 6,47 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×