Viðskipti innlent

Samkeppnistilboð í Vinnslustöðina runnið út

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Stilla, sem er í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona ræður yfir 32 prósentum hlutafjár í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum með beinum og óbeinum hætti.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Stilla, sem er í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona ræður yfir 32 prósentum hlutafjár í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum með beinum og óbeinum hætti. Mynd/Róbert

Samkeppnistilboð Stillu eignarfélags ehf., félags í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, í Vinnslutöðina í Vestmannaeyjum rann út 10. ágúst síðastliðinn. Það hafði staðið í 10 vikur en á tímabilinu festi félagið sér 0,12 prósent hlutafjár í Vinnslustöðinni, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Stilla og skyldir aðilar fara nú með 32 prósent hlutafjár í útgerðafélaginu á móti rúmlega 50 prósenta hlut Eyjamanna.

Tilboð Stillu hljóðaði upp 8,3 krónur á hlut í Vinnslustöðina. Það er 85 prósentum meira en Eyjamenn, sem Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 4,6 krónur á hlut og rann út í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×