"Ég er sáttur við hvernig ég spilaði. Mér leið vel inni á vellinum og það gekk flest upp hjá mér," sagði Jakob Sigurðarson eftir sigur Íslendinga á Austurríkismönnum í lokaleik liðsins í Evrópukeppninni í gærkvöldi. Jakob skoraði 21 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst í leiknum.
"Við vorum rosalega kaldir í fyrsta leikhlutanum í kvöld en við vissum að við myndum hitna ef við bara héldum áfram og það gekk upp. Við erum með fullt af góðum skyttum og það hefur alveg komið fyrir áður að menn kólni aðeins. Við höldum bara áfram að skjóta. Við erum búnir að spila mjög vel í sumar og haust þar sem við höfum unnið níu leiki og tapað aðeins einum, svo það kom aldrei annað til greina en að klára þetta með sigri," sagði Jakob.
Kom ekki annað til greina en að klára með sigri

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti



