Greiningardeild Landsbankans bendir á það í Vegvísi sínum í dag, að frá því skuldatryggingarálagið byrjaði að hækka hafi álagið rúmlega tvöfaldast hjá Landsbankanum, álag Glitnis nokkuð meira og álag Kaupþings hefur rúmlega þrefaldast. Hækkun íslensku bankanna er því hlutfallslega mun minni en hækkun ITRAXX-fjármálavísitölunnar á sama tímabili, að sögn greiningardeildar Landsbankans.
Skuldatryggingarálag Kaupþings hefur hækkað mest og er álagið nú hærra en þegar það var hæst í mars á síðasta ári. Sama gildir um skuldatryggingarálag Glitnis. Skuldatryggingarálag Landsbankans er nú um þriðjungi lægra en í mars á síðasta ári.
