Antonio Di Natale var hetja ítalska landsliðsins sem vann 2-1 sigur á Úkraínu í kvöld. Hann skoraði bæði mörk liðsins en með sigrinum komst Ítalíu upp í annað sæti síns riðils eftir óvæntan sigur Skotlands á Frakklandi.
Roberto Donadoni gerði fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Frakklandi um helgina. Fimm mínútum fyrir leikhlé skoraði Di Natale fyrra mark sitt. Andriy Shevchenko jafnaði á 72. mínútu en fjórum mínútum síðar kom sigurmarkið.
Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Ítalíu en Donadoni hefur mátt sæta harðri gagnrýni fjölmiðla eftir leikinn gegn Frökkum sem endaði 0-0.
Frakkar féllu niður í þriðja sæti eftir óvænt tap gegn Skotlandi á heimavelli sínum. James McFadden skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu.
Úrslit kvöldsins í B-riðli:
Litháen - Færeyjar 2-1
Úkraína - Ítalía 1-2
Frakkland - Skotland 0-1
Staðan: (Leikir) - Stig
1. Skotland (9) - 21
2. Ítalía (9) - 20
3. Frakkland (9) - 19
4. Úkraína (8) - 13
5. Litháen (9) - 10
6. Georgía (9) - 7
7. Færeyjar (9) - 0