Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í Kauphöllinni í dag. Hækkunin nemur 0,25 prósentustigum og endaði hún í 7.889 stigum. Gengi bréfa í Föroya banka hækkaði langmest allra félaga í Kauphöllinni, eða um 3,20 prósent. Landar færeyinganna í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum fylgdi fast á eftir. Gengi bréfa í Eik banka hækkaði sömuleiðis, en nokkru minna.
Á móti lækkaði gengi bréfa í Flögu mest í dag, eða um 2,07 prósent.
Vísitalan hefur hækkað um 23,07 prósent það sem af er árs.