Raikkönen sigraði örugglega í Belgíu 16. september 2007 13:50 NordicPhotos/GettyImages Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji. Raikkönen leiddi keppni dagsins frá fyrsta hring þar sem þeir Alonso og Hamilton háðu æsilega baráttu um þriðja sætið á fyrsta hringnum, en heimsmeistarinn náði að halda þriðja sætinu og Hamilton varð fjórði. Raikkönen er nú 13 stigum á eftir Hamilton í keppni ökuþóra og enn eru 30 stig eftir í pottinum. Hamilton hefur 92 stig á heimsmeistaramótinu, Alonso hefur 89, Raikkönen 74 og Felipe Massa hefur 69 stig. Sigur Raikkönen á Spa í dag var hans þriðji í röð á þessari braut - sem almennt er álitin ein besta kappakstursbraut í heiminum. Raikkönen var aldrei í sérstökum vandræðum með að halda fyrsta sætinu eftir að hafa náð ráspól í gær en McLaren bílarnir áttu engin svör við góðum Ferrari-bílunum í dag. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji. Raikkönen leiddi keppni dagsins frá fyrsta hring þar sem þeir Alonso og Hamilton háðu æsilega baráttu um þriðja sætið á fyrsta hringnum, en heimsmeistarinn náði að halda þriðja sætinu og Hamilton varð fjórði. Raikkönen er nú 13 stigum á eftir Hamilton í keppni ökuþóra og enn eru 30 stig eftir í pottinum. Hamilton hefur 92 stig á heimsmeistaramótinu, Alonso hefur 89, Raikkönen 74 og Felipe Massa hefur 69 stig. Sigur Raikkönen á Spa í dag var hans þriðji í röð á þessari braut - sem almennt er álitin ein besta kappakstursbraut í heiminum. Raikkönen var aldrei í sérstökum vandræðum með að halda fyrsta sætinu eftir að hafa náð ráspól í gær en McLaren bílarnir áttu engin svör við góðum Ferrari-bílunum í dag.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira