Kippi og töfratækin 17. september 2007 15:30 Guðmundur Vignir hefur komið víða við og auk þess að vera raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus er hann með BA-próf í guðfræði, 5. stig í söng og MA gráðu í hljóð- og myndlist sem hann nam í Hollandi. MYND/HÖRÐUR Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist. Hann hefur verið með í fjölda samsýninga í Hollandi, sýnt á tvíæringi í Cararra á Ítalíu, séð um unglistarþátt kirkjulistarhátíðar, verið í innsetningargjörningi Rúríar í tengslum við sömu hátíð, sungið með ýmsum kórum, Björk og Sigur Rós og gefið út diska sem Kippi Kaninus. Þegar hann semur raftónlist notar hann mikið tvö forrit. „Renoise er hugbúnaður sem byggist á tracker- forritunum. Tracker-forrit er nútímaútgáfa af gömlum forritum sem voru upphaflega gerð fyrir Amiga-tölvur sem voru vinsælar á níunda og tíunda áratugnum. Þannig að þetta byggir á tuttugu ára gamalli hefð sem er langur tími í tölvubransanum. Það er mjög öflugt forrit til að klippa og þess háttar," segir Vignir. Ólíkt helstu hugbúnaðarrisunum þá vinnur þróunarteymi Renoise náið með notendum hugbúnaðarins á netinu og fá þeir þannig hugmyndir að nýjungum og lagfæringum. Hitt forritið sem Vignir heldur upp á er Ableton Live. „Það er ferskt og skemmtilegt forrit að vinna í og auðvelt að nota í spuna. Það er auðvelt að henda inn hugmyndum, byrja á einhverju litlu og láta síðan vaxa utan á það. Þá getur maður sett inn hljóð og látið forritið spinna í kringum þau. Það er því hægt að vera mjög hvatvís." Ableton Live er hannað til þess að geta í senn verið hljóðfæri fyrir lifandi flutning sem og verkfæri til að útsetja og vinna tónlist með. Með þessum forritum getur Vignir unnið nánast alla sína tónlist heima við. „Ég nota aðallega tölvuna þegar ég sem tónlist en svo nota ég líka ýmiss konar hljóðfæri, hljóðgjafa og „sample". Ég hef gefið út fjóra diska og þeir hafa allir verið unnir heima." Hægt er að benda áhugasömum á heimasíðu Kippa Kaninus, http://kippikaninus.com, en þar má finna fjöldamörg lög eftir hann. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist. Hann hefur verið með í fjölda samsýninga í Hollandi, sýnt á tvíæringi í Cararra á Ítalíu, séð um unglistarþátt kirkjulistarhátíðar, verið í innsetningargjörningi Rúríar í tengslum við sömu hátíð, sungið með ýmsum kórum, Björk og Sigur Rós og gefið út diska sem Kippi Kaninus. Þegar hann semur raftónlist notar hann mikið tvö forrit. „Renoise er hugbúnaður sem byggist á tracker- forritunum. Tracker-forrit er nútímaútgáfa af gömlum forritum sem voru upphaflega gerð fyrir Amiga-tölvur sem voru vinsælar á níunda og tíunda áratugnum. Þannig að þetta byggir á tuttugu ára gamalli hefð sem er langur tími í tölvubransanum. Það er mjög öflugt forrit til að klippa og þess háttar," segir Vignir. Ólíkt helstu hugbúnaðarrisunum þá vinnur þróunarteymi Renoise náið með notendum hugbúnaðarins á netinu og fá þeir þannig hugmyndir að nýjungum og lagfæringum. Hitt forritið sem Vignir heldur upp á er Ableton Live. „Það er ferskt og skemmtilegt forrit að vinna í og auðvelt að nota í spuna. Það er auðvelt að henda inn hugmyndum, byrja á einhverju litlu og láta síðan vaxa utan á það. Þá getur maður sett inn hljóð og látið forritið spinna í kringum þau. Það er því hægt að vera mjög hvatvís." Ableton Live er hannað til þess að geta í senn verið hljóðfæri fyrir lifandi flutning sem og verkfæri til að útsetja og vinna tónlist með. Með þessum forritum getur Vignir unnið nánast alla sína tónlist heima við. „Ég nota aðallega tölvuna þegar ég sem tónlist en svo nota ég líka ýmiss konar hljóðfæri, hljóðgjafa og „sample". Ég hef gefið út fjóra diska og þeir hafa allir verið unnir heima." Hægt er að benda áhugasömum á heimasíðu Kippa Kaninus, http://kippikaninus.com, en þar má finna fjöldamörg lög eftir hann.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira