Breski seðlabankinn gagnrýndur fyrir sein viðbrögð 20. september 2007 11:47 Mervyn King ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Mynd/AFP Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, sagði fyrir breskri þingnefnd í dag, að lög í Bretlandi og innan Evrópusambandsins, hafi komið í veg fyrir að bankinn hefði getað beitt sér fyrir því að koma bönkum og fjármálafyrirtækjum á borð við Norther Rock til bjargar strax þegar óróleika varð vart á fjármálamörkuðum í sumar. Gengi bréfa í Nothern Rock, sem er með stærstu fasteignalánafyrirtækjum í Bretlandi, hefur fallið um heil 82 prósent í bresku kauphöllinni síðan í lok febrúar. Þar af féll gengi bréfa í fyrirtækinu um 30 prósent strax á föstudag og á ný um rúm 17 prósent í dag. King, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa brugðist seint og illa við, sagði að Englandsbanki hefði getað gripið fyrr í taumana og veitt fjármálafyrirtækjum aðgang að ódýru lánsfé og öðrum úrræðum hefðu lög leyft slíkt. Þess háttar möguleiki hefði komið í veg fyrir að taugaveiklun greip um sig á meðal viðskiptavina Northern Rock, að hans sögn. Að sögn fréttaveitunnar Bloomberg hefði verið hægt að koma í veg fyrir þrengingar Nothern Rock, svo sem með sölu bankans og samruna hans við annað fjármálafyrirtæki. Mervyn King sagði breskum fjármálafyrirtækjum þröngur stakkur skorinn. Erfitt væri fyrir þau að nálgast fjármagn auk þess sem yfirtökuferli fjármálastofnana í Bretlandi væri erfitt og seinlegt. Englandsbanki greindi frá því á föstudag í síðustu viku að hann hefði veitt forsvarsmönnum Northern Rock leyfi til að nýta sér neyðarlán bankans ef svo bæri undir. Viðskiptavinir lánafyrirtækisins urðu taugaskelkaðir við þetta og tóku út háar fjárhæðir af innlánsreikningum sínum í bankanum um helgina. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, sagði fyrir breskri þingnefnd í dag, að lög í Bretlandi og innan Evrópusambandsins, hafi komið í veg fyrir að bankinn hefði getað beitt sér fyrir því að koma bönkum og fjármálafyrirtækjum á borð við Norther Rock til bjargar strax þegar óróleika varð vart á fjármálamörkuðum í sumar. Gengi bréfa í Nothern Rock, sem er með stærstu fasteignalánafyrirtækjum í Bretlandi, hefur fallið um heil 82 prósent í bresku kauphöllinni síðan í lok febrúar. Þar af féll gengi bréfa í fyrirtækinu um 30 prósent strax á föstudag og á ný um rúm 17 prósent í dag. King, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa brugðist seint og illa við, sagði að Englandsbanki hefði getað gripið fyrr í taumana og veitt fjármálafyrirtækjum aðgang að ódýru lánsfé og öðrum úrræðum hefðu lög leyft slíkt. Þess háttar möguleiki hefði komið í veg fyrir að taugaveiklun greip um sig á meðal viðskiptavina Northern Rock, að hans sögn. Að sögn fréttaveitunnar Bloomberg hefði verið hægt að koma í veg fyrir þrengingar Nothern Rock, svo sem með sölu bankans og samruna hans við annað fjármálafyrirtæki. Mervyn King sagði breskum fjármálafyrirtækjum þröngur stakkur skorinn. Erfitt væri fyrir þau að nálgast fjármagn auk þess sem yfirtökuferli fjármálastofnana í Bretlandi væri erfitt og seinlegt. Englandsbanki greindi frá því á föstudag í síðustu viku að hann hefði veitt forsvarsmönnum Northern Rock leyfi til að nýta sér neyðarlán bankans ef svo bæri undir. Viðskiptavinir lánafyrirtækisins urðu taugaskelkaðir við þetta og tóku út háar fjárhæðir af innlánsreikningum sínum í bankanum um helgina.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira