Fjórðungsúrslit Powerade-bikarkeppninar eru nú í fullum gangi.
Í gær komust Snæfell og Skallagrímur í undanúrslit en síðar í dag mætast annars vegar KR og Hamar mætast í Frostaskjólinu og hins vegar Njarðvík og ÍR suður með sjó. Síðarnefndi leikurinn hefst klukkan 19.15 en hinn klukkan 20.00
Skallagrímur gerði sér lítið fyrir og vann Grindavík á útivelli, 100-91. Milojica Zekovic skoraði 28 stig fyrir Skallagrím og Darrell Flake 25 stig.
Grindvíkingurinn Jonathan Griffin fór reyndar á kostum í leiknum og skoraði 45 stig fyrir Grindavík. Það dugði þó ekki til sigurs.
Í Stykkishólmi vann Snæfell fimmtán stiga sigur á Þór, Akureyri, 99-84. Þar fór Sigurður Þorvaldsson á kostum hjá heimamönnum og skoraði 35 stig.
Cedric Isom gaf honum lítið eftir og skoraði 34 stig fyrir Þórsara.