Ekkert óðagot á Valsmönnum 26. september 2007 13:50 Óskar Bjarni og hans menn örvænta ekki þó liðið hafi ekki fundið taktinn í byrjun móts Mynd/Eyþór "Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Hans menn hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í N1-deildinni það sem af er vetri - einum færra en alla síðustu leiktíð. "Ég held að við förum að taka okkur saman í andlitinu og vinna leiki, en þetta er búið að vera hálf erfitt hjá okkur. Vissulega hefur það alltaf einhver áhrif að við misstum sterka leikmenn fyrir tímabilið, en við vissum af því í ágúst og notum það ekki sem afsökun. Það er undir okkur þjálfurunum og leikmönnunum komið að ná því besta fram í liðinu," sagði Óskar. Hann segir undirbúninginn hafa verið erfiðan hjá liðinu í sumar. "Undirbúningurinn var nokkuð erfiður hjá okkur í sumar þar sem mikið af leikmönnum áttu við smávægileg meiðsli að stríða og svo var þessi óvissa með Sigfús. Annars vil ég meina að margir af okkar leikmönnum eigi helling inni. Við eigum inni sóknarlega, markverðirnir eiga inni og svo hafa hraðaupphlaupin ekki verið að ganga nógu vel hjá okkur. Ég taldi okkur vera á réttri leið með þetta en þetta er greinilega ekki orðið nógu gott enn." Valsmenn hafa nú tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni eftir að hafa aðeins tapað fjórum leikjum alla síðustu leiktíð. Óskar hefur ekki stórar áhyggjur af byrjuninni en segir þó að liðið þurfi greinilega að athuga sinn gang.Hlakkar til að mæta GummersbachValsmenn töpuðu fyrir Aftureldingu á heimavelli í gærMynd/Eyþór"Við þurfum bara að fara að gera hlutina betur. Ég hélt að þetta kæmi fyrr hjá okkur en það hefur ekki gerst. Sem betur fer er þetta langt mót og fjórföld umferð svo við þurfum ekkert að fara í panikk, en við þurfum greinilega að bæta okkur. Við höfum átt ágæta spretti í þessum þremur leikjum og eigum að vera með stig, en það þýðir ekkert að tala um það.Ég er nú þannig að ég lít alltaf í eigin barm og ég á auðvitað stærstan hluta af þessu sem þjálfari liðsins. Ég er langt frá því að vera ánægður og þarf að reyna að fá meira út úr liðinu." Óskar segist mjög ánægður með nýja heimavöllinn og fagnar því að fá stórleikinn við Gummersbach í Evrópukeppninni á föstudaginn. "Það er mjög gott að hrista aðeins upp í þessu og fá þetta skemmtilega verkefni. Það er um að gera að fylla kofann á þessum leik og búa til góða stemmingu og ef menn geta ekki haft gaman af því að spila við stórlið eins og þetta verða þeir að finna sér eitthvað annað að gera.Við höfum ekki byrjað vel á nýja heimavellinum en stelpurnar byrja vel þarna og ég held að þetta verði ljónagryfja í framtíðinni. Það er frábært fyrir strákana að spila þarna," sagði Óskar. Olís-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
"Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Hans menn hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í N1-deildinni það sem af er vetri - einum færra en alla síðustu leiktíð. "Ég held að við förum að taka okkur saman í andlitinu og vinna leiki, en þetta er búið að vera hálf erfitt hjá okkur. Vissulega hefur það alltaf einhver áhrif að við misstum sterka leikmenn fyrir tímabilið, en við vissum af því í ágúst og notum það ekki sem afsökun. Það er undir okkur þjálfurunum og leikmönnunum komið að ná því besta fram í liðinu," sagði Óskar. Hann segir undirbúninginn hafa verið erfiðan hjá liðinu í sumar. "Undirbúningurinn var nokkuð erfiður hjá okkur í sumar þar sem mikið af leikmönnum áttu við smávægileg meiðsli að stríða og svo var þessi óvissa með Sigfús. Annars vil ég meina að margir af okkar leikmönnum eigi helling inni. Við eigum inni sóknarlega, markverðirnir eiga inni og svo hafa hraðaupphlaupin ekki verið að ganga nógu vel hjá okkur. Ég taldi okkur vera á réttri leið með þetta en þetta er greinilega ekki orðið nógu gott enn." Valsmenn hafa nú tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni eftir að hafa aðeins tapað fjórum leikjum alla síðustu leiktíð. Óskar hefur ekki stórar áhyggjur af byrjuninni en segir þó að liðið þurfi greinilega að athuga sinn gang.Hlakkar til að mæta GummersbachValsmenn töpuðu fyrir Aftureldingu á heimavelli í gærMynd/Eyþór"Við þurfum bara að fara að gera hlutina betur. Ég hélt að þetta kæmi fyrr hjá okkur en það hefur ekki gerst. Sem betur fer er þetta langt mót og fjórföld umferð svo við þurfum ekkert að fara í panikk, en við þurfum greinilega að bæta okkur. Við höfum átt ágæta spretti í þessum þremur leikjum og eigum að vera með stig, en það þýðir ekkert að tala um það.Ég er nú þannig að ég lít alltaf í eigin barm og ég á auðvitað stærstan hluta af þessu sem þjálfari liðsins. Ég er langt frá því að vera ánægður og þarf að reyna að fá meira út úr liðinu." Óskar segist mjög ánægður með nýja heimavöllinn og fagnar því að fá stórleikinn við Gummersbach í Evrópukeppninni á föstudaginn. "Það er mjög gott að hrista aðeins upp í þessu og fá þetta skemmtilega verkefni. Það er um að gera að fylla kofann á þessum leik og búa til góða stemmingu og ef menn geta ekki haft gaman af því að spila við stórlið eins og þetta verða þeir að finna sér eitthvað annað að gera.Við höfum ekki byrjað vel á nýja heimavellinum en stelpurnar byrja vel þarna og ég held að þetta verði ljónagryfja í framtíðinni. Það er frábært fyrir strákana að spila þarna," sagði Óskar.
Olís-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira