Hamilton skrefi nær titlinum 30. september 2007 12:16 NordicPhotos/GettyImages Breski ökuþórinn Lewis Hamilton tók í morgun stórt skref í áttina að því að verða fyrsti nýliðinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Japanskappakstrinum. McLaren-maðurinn var á ráspól í nótt og náði að landa sigrinum í ausandi rigningunni í Japan, en á sama tíma ók félagi hans og helsti keppinautur Fernando Alonso út af brautinni og þurfti að hætta keppni. Hamilton er því með 12 stiga forystu á heimsmeistarann Alonso þegar tvær keppnir og 20 stig eru eftir í pottinum - aðeins á eftir að keppa í Kína og Brasilíu. Hekki Kovalainen hjá Renault varð í öðru sæti í morgun og landi hans Kimi Raikkönen hjá Ferrari varð þriðji. Hamilton hélt ró sinni og sýndi fádæma yfirvegun þó hann væri þarna að keppa í sinni fyrstu alvöru rigningarkeppni og úrslitin í dag þýða að hann verður heimsmeistari í Kínakappakstrinum ef hann kemur á undan Alonso í mark eða missir ekki meira en stig í hendur hans. Staðan í í keppni ökuþóra: 1. Lewis Hamilton - McLaren 107 stig 2. Fernando Alonso - McLaren - 95 3. Kimi Raikkönen - Ferrari 90 4. Felipe Massa - Ferrari 80 5. Nick Heidfeld - BMW 56 Formúla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton tók í morgun stórt skref í áttina að því að verða fyrsti nýliðinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Japanskappakstrinum. McLaren-maðurinn var á ráspól í nótt og náði að landa sigrinum í ausandi rigningunni í Japan, en á sama tíma ók félagi hans og helsti keppinautur Fernando Alonso út af brautinni og þurfti að hætta keppni. Hamilton er því með 12 stiga forystu á heimsmeistarann Alonso þegar tvær keppnir og 20 stig eru eftir í pottinum - aðeins á eftir að keppa í Kína og Brasilíu. Hekki Kovalainen hjá Renault varð í öðru sæti í morgun og landi hans Kimi Raikkönen hjá Ferrari varð þriðji. Hamilton hélt ró sinni og sýndi fádæma yfirvegun þó hann væri þarna að keppa í sinni fyrstu alvöru rigningarkeppni og úrslitin í dag þýða að hann verður heimsmeistari í Kínakappakstrinum ef hann kemur á undan Alonso í mark eða missir ekki meira en stig í hendur hans. Staðan í í keppni ökuþóra: 1. Lewis Hamilton - McLaren 107 stig 2. Fernando Alonso - McLaren - 95 3. Kimi Raikkönen - Ferrari 90 4. Felipe Massa - Ferrari 80 5. Nick Heidfeld - BMW 56
Formúla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira