Hamilton vill losna við Alonso 30. september 2007 14:45 NordicPhotos/GettyImages Lewis Hamilton segist ekki eiga von á því að hann og liðsfélagi hans Fernando Alonso geti verið saman í liði á næsta keppnistímabili, en deilur þeirra tveggja síðustu mánuði hafa skapað gríðarlega spennu í herbúðum McLaren. Hamilton vann í dag glæsilean sigur í Japanskappakstrinum og stendur nú með pálmann í höndunum þegar aðeins tvær keppnir eru eftir. Hann hefur 12 stiga forskot á keppinaut sinn og liðsfélaga Alonso - og stefnir óðfluga á að verða fyrsti nýliðinn til að verða heimsmeistari í sögu Formúlu 1. "Ef liðið vill halda Alonso innan sinna raða, þá verður það þannig, en ég verð hérna eins lengi og ég get. Ég veit ekki hver annar gæti komið hérna inn en ég mundi miklu frekar vilja að Alonso væri andstæðingur minn hjá Ferrari en félagi minn hér," sagði Hamilton fyrir keppnina í nótt. Forráðamenn Ferrari neituðu umsvifalaust þegar þeir voru spurðir hvort til greina kæmi að Alonso færi til Ferrari - en hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá McLaren. "Við höfum tvo frábæra ökumenn og það eru engar líkur á því að við leitum annað," sagði Sean Todt. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton segist ekki eiga von á því að hann og liðsfélagi hans Fernando Alonso geti verið saman í liði á næsta keppnistímabili, en deilur þeirra tveggja síðustu mánuði hafa skapað gríðarlega spennu í herbúðum McLaren. Hamilton vann í dag glæsilean sigur í Japanskappakstrinum og stendur nú með pálmann í höndunum þegar aðeins tvær keppnir eru eftir. Hann hefur 12 stiga forskot á keppinaut sinn og liðsfélaga Alonso - og stefnir óðfluga á að verða fyrsti nýliðinn til að verða heimsmeistari í sögu Formúlu 1. "Ef liðið vill halda Alonso innan sinna raða, þá verður það þannig, en ég verð hérna eins lengi og ég get. Ég veit ekki hver annar gæti komið hérna inn en ég mundi miklu frekar vilja að Alonso væri andstæðingur minn hjá Ferrari en félagi minn hér," sagði Hamilton fyrir keppnina í nótt. Forráðamenn Ferrari neituðu umsvifalaust þegar þeir voru spurðir hvort til greina kæmi að Alonso færi til Ferrari - en hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá McLaren. "Við höfum tvo frábæra ökumenn og það eru engar líkur á því að við leitum annað," sagði Sean Todt.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira