Cesc Fabregas, miðjumaður Arsenal, sagði frá unun sinni af tölvuleikjaspili í viðtali við The People. Fabregas á XBOX tölvu og segist oft spila fótboltaleiki við fólk um allan heim í gegnum internetið.
Fabregas fer huldu höfði á netinu og gengur undir dulnefni svo fólkið sem er að keppa við hann veit ekki hver mótherjinn er.
"Maður getur spjallað við mótherja sinn á meðan leik stendur á spjallrás. Ég hef keppt á móti Arsenal og ef mótherji minn skiptir Fabregas af velli segi ég: Af hverju tekurðu hann af velli? Hann er að spila vel!" sagði Fabregas við The People.