LÍ sagður bjóða 87 milljarða í írskan sparisjóð 4. október 2007 10:44 Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans. Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna, að sögn írska dagblaðsins Independent. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Landsbankinn sé að skoða kaup á sparisjóðnum frá í maí síðastliðnum þegar Landsbankinn fékk HSBC, einn stærsta banka í Evrópu, til ráðgjafar um hugsanlegt tilboðferli. Að sögn Independent eru meiri líkur nú en áður á því að Landsbankinn bjóði í sparisjóðinn þar sem aðrir keppinautar bankans um Irish Nationwide Society séu að íhuga að hætta við kaupin. Írski sparisjóðurinn var metinn á 1,5 milljarða evra, jafnvirði rúmra 130 milljarða króna, fyrir ári. Markaðsvirði sparisjóðsins hefur hins vegar lækkað snarlega upp á síðkastið í kjölfar óróleika á fjármálamörkuðum sem stafar af vanskilaaukningu á bandarískum fasteignalánamarkaði. Það hefur komið harkalega niður á gengi fjármálafyrirtækja víða um heim. Irish Nationwide Society er í eigu 125 þúsund félagsmanna sem ýmist eru lánveitendur eða lántakar. Í byrjun maí síðastliðnum var talið að gengi salan í gegn myndi hlutur hvers og eins verða á bilinu 10-15 þúsund evrur verði fallist á söluna. Independent telur hins vegar að nú fái þeir um átta þúsund pund fyrir hlut sinn. Independent hefur eftir heimildum að Michael Fingleton, forstjóra sparisjóðsins, hafi verið ráðlagt að setja söluferlið á salt þar til óróleiki á fjármálamörkuðum líði hjá. Engu að síður er tekið fram að Fingleton vilji ljúka sölunni fyrir janúar á næsta ári en þá nær hann sjötugsaldri. Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósentustig í dag og stendur gengi bankans í 42,3 krónum á hlut. Það hefur aldrei verið meira. Í byrjun síðasta mánaðar var fjárfestingageta bankans um þrjátíu milljarðar króna án útgáfu nýs hlutafjár. Landsbankinn vildi ekki tjá sig um málið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna, að sögn írska dagblaðsins Independent. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Landsbankinn sé að skoða kaup á sparisjóðnum frá í maí síðastliðnum þegar Landsbankinn fékk HSBC, einn stærsta banka í Evrópu, til ráðgjafar um hugsanlegt tilboðferli. Að sögn Independent eru meiri líkur nú en áður á því að Landsbankinn bjóði í sparisjóðinn þar sem aðrir keppinautar bankans um Irish Nationwide Society séu að íhuga að hætta við kaupin. Írski sparisjóðurinn var metinn á 1,5 milljarða evra, jafnvirði rúmra 130 milljarða króna, fyrir ári. Markaðsvirði sparisjóðsins hefur hins vegar lækkað snarlega upp á síðkastið í kjölfar óróleika á fjármálamörkuðum sem stafar af vanskilaaukningu á bandarískum fasteignalánamarkaði. Það hefur komið harkalega niður á gengi fjármálafyrirtækja víða um heim. Irish Nationwide Society er í eigu 125 þúsund félagsmanna sem ýmist eru lánveitendur eða lántakar. Í byrjun maí síðastliðnum var talið að gengi salan í gegn myndi hlutur hvers og eins verða á bilinu 10-15 þúsund evrur verði fallist á söluna. Independent telur hins vegar að nú fái þeir um átta þúsund pund fyrir hlut sinn. Independent hefur eftir heimildum að Michael Fingleton, forstjóra sparisjóðsins, hafi verið ráðlagt að setja söluferlið á salt þar til óróleiki á fjármálamörkuðum líði hjá. Engu að síður er tekið fram að Fingleton vilji ljúka sölunni fyrir janúar á næsta ári en þá nær hann sjötugsaldri. Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósentustig í dag og stendur gengi bankans í 42,3 krónum á hlut. Það hefur aldrei verið meira. Í byrjun síðasta mánaðar var fjárfestingageta bankans um þrjátíu milljarðar króna án útgáfu nýs hlutafjár. Landsbankinn vildi ekki tjá sig um málið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira