LÍ sagður bjóða 87 milljarða í írskan sparisjóð 4. október 2007 10:44 Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans. Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna, að sögn írska dagblaðsins Independent. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Landsbankinn sé að skoða kaup á sparisjóðnum frá í maí síðastliðnum þegar Landsbankinn fékk HSBC, einn stærsta banka í Evrópu, til ráðgjafar um hugsanlegt tilboðferli. Að sögn Independent eru meiri líkur nú en áður á því að Landsbankinn bjóði í sparisjóðinn þar sem aðrir keppinautar bankans um Irish Nationwide Society séu að íhuga að hætta við kaupin. Írski sparisjóðurinn var metinn á 1,5 milljarða evra, jafnvirði rúmra 130 milljarða króna, fyrir ári. Markaðsvirði sparisjóðsins hefur hins vegar lækkað snarlega upp á síðkastið í kjölfar óróleika á fjármálamörkuðum sem stafar af vanskilaaukningu á bandarískum fasteignalánamarkaði. Það hefur komið harkalega niður á gengi fjármálafyrirtækja víða um heim. Irish Nationwide Society er í eigu 125 þúsund félagsmanna sem ýmist eru lánveitendur eða lántakar. Í byrjun maí síðastliðnum var talið að gengi salan í gegn myndi hlutur hvers og eins verða á bilinu 10-15 þúsund evrur verði fallist á söluna. Independent telur hins vegar að nú fái þeir um átta þúsund pund fyrir hlut sinn. Independent hefur eftir heimildum að Michael Fingleton, forstjóra sparisjóðsins, hafi verið ráðlagt að setja söluferlið á salt þar til óróleiki á fjármálamörkuðum líði hjá. Engu að síður er tekið fram að Fingleton vilji ljúka sölunni fyrir janúar á næsta ári en þá nær hann sjötugsaldri. Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósentustig í dag og stendur gengi bankans í 42,3 krónum á hlut. Það hefur aldrei verið meira. Í byrjun síðasta mánaðar var fjárfestingageta bankans um þrjátíu milljarðar króna án útgáfu nýs hlutafjár. Landsbankinn vildi ekki tjá sig um málið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna, að sögn írska dagblaðsins Independent. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Landsbankinn sé að skoða kaup á sparisjóðnum frá í maí síðastliðnum þegar Landsbankinn fékk HSBC, einn stærsta banka í Evrópu, til ráðgjafar um hugsanlegt tilboðferli. Að sögn Independent eru meiri líkur nú en áður á því að Landsbankinn bjóði í sparisjóðinn þar sem aðrir keppinautar bankans um Irish Nationwide Society séu að íhuga að hætta við kaupin. Írski sparisjóðurinn var metinn á 1,5 milljarða evra, jafnvirði rúmra 130 milljarða króna, fyrir ári. Markaðsvirði sparisjóðsins hefur hins vegar lækkað snarlega upp á síðkastið í kjölfar óróleika á fjármálamörkuðum sem stafar af vanskilaaukningu á bandarískum fasteignalánamarkaði. Það hefur komið harkalega niður á gengi fjármálafyrirtækja víða um heim. Irish Nationwide Society er í eigu 125 þúsund félagsmanna sem ýmist eru lánveitendur eða lántakar. Í byrjun maí síðastliðnum var talið að gengi salan í gegn myndi hlutur hvers og eins verða á bilinu 10-15 þúsund evrur verði fallist á söluna. Independent telur hins vegar að nú fái þeir um átta þúsund pund fyrir hlut sinn. Independent hefur eftir heimildum að Michael Fingleton, forstjóra sparisjóðsins, hafi verið ráðlagt að setja söluferlið á salt þar til óróleiki á fjármálamörkuðum líði hjá. Engu að síður er tekið fram að Fingleton vilji ljúka sölunni fyrir janúar á næsta ári en þá nær hann sjötugsaldri. Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósentustig í dag og stendur gengi bankans í 42,3 krónum á hlut. Það hefur aldrei verið meira. Í byrjun síðasta mánaðar var fjárfestingageta bankans um þrjátíu milljarðar króna án útgáfu nýs hlutafjár. Landsbankinn vildi ekki tjá sig um málið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira