Hamilton: Ég gerði mistök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2007 08:30 Lewis Hamilton er hér heldur niðurlútur eftir keppnina í morgun ásamt karli föður sínum. Nordic Photos / Getty Images „Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu," sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun. Hamilton féll úr leik í keppninni í Kína í morgun en hefur enn fjögurra stiga forskot á félaga sinn hjá McLaren, Fernando Alonso, fyrir lokakeppnina sem fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. „Að gera slík mistök þegar ég er á leiðinni inn á viðgerðarsvæðið er eitthvað sem ég er ekki vanur að gera," sagði Hamilton en hann missti bílinn út á möl í fráreininni þar sem bíllinn sat fastur. „Það er ekki hægt að fara í gegnum lífið án þess að gera mistök. En ég hef náð mér af þessu og hlakka til keppninnar í Brasilíu. Liðið mun leggja hart að sér til að ganga úr skugga um að bíllinn verði nógu fljótur. Við eigum líka enn einhver stig í pokahorninu." Hann sagði þó að hann gat ekkert gert til að koma í veg fyrir að bíll hans rynni út í mölina. „Við vorum búnir að standa okkur vel í keppninni og ég veit ekki hvort það var rigningin sem orsakaði þetta eða ekki. Dekkin versnuðu í sífellu og það var nánast hægt að sjá í gegnum gúmmíið. Þegar ég ók að viðgerðarsvæðinu var það eins og að lenda á svelli. Ég gat ekkert gert." Hann sér eftir þessu öllu saman og hrósaði liðinu fyrir góða frammistöðu. „Það er þó enn ein keppni eftir og við getum enn unnið þetta." Formúla Tengdar fréttir Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14 Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
„Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu," sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun. Hamilton féll úr leik í keppninni í Kína í morgun en hefur enn fjögurra stiga forskot á félaga sinn hjá McLaren, Fernando Alonso, fyrir lokakeppnina sem fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. „Að gera slík mistök þegar ég er á leiðinni inn á viðgerðarsvæðið er eitthvað sem ég er ekki vanur að gera," sagði Hamilton en hann missti bílinn út á möl í fráreininni þar sem bíllinn sat fastur. „Það er ekki hægt að fara í gegnum lífið án þess að gera mistök. En ég hef náð mér af þessu og hlakka til keppninnar í Brasilíu. Liðið mun leggja hart að sér til að ganga úr skugga um að bíllinn verði nógu fljótur. Við eigum líka enn einhver stig í pokahorninu." Hann sagði þó að hann gat ekkert gert til að koma í veg fyrir að bíll hans rynni út í mölina. „Við vorum búnir að standa okkur vel í keppninni og ég veit ekki hvort það var rigningin sem orsakaði þetta eða ekki. Dekkin versnuðu í sífellu og það var nánast hægt að sjá í gegnum gúmmíið. Þegar ég ók að viðgerðarsvæðinu var það eins og að lenda á svelli. Ég gat ekkert gert." Hann sér eftir þessu öllu saman og hrósaði liðinu fyrir góða frammistöðu. „Það er þó enn ein keppni eftir og við getum enn unnið þetta."
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14 Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. 7. október 2007 08:14
Hamilton féll úr leik Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun. 7. október 2007 07:32
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti