Badaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones hefur skilað verðlaunapeningunum sem hún vann á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Jones viðurkenndi á dögunum að hún hefði notað stera og hefur nú verið dæmd í tveggja ára keppnisbann, en hún viðurkenndi neyslu sína þegar hún lagði skóna á hilluna í síðustu viku.
Jones vann þrjú gull og tvö brons á leikunum í Sidney þar sem hún vann m.a. gull í 100 og 200 metra hlaupi og 4x400 metra grindahlaupi.