Viðskipti innlent

Líkur á hærri vöxtum hjá Íbúðalánasjóði

Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Greiningardeild Glitnis reiknar með að sjóðurinn þurfi á næstu vikum að hækka vexti íbúðalána.
Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Greiningardeild Glitnis reiknar með að sjóðurinn þurfi á næstu vikum að hækka vexti íbúðalána. Mynd/E.Ól.

Greiningardeild Glitnir reiknar með því að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka á næstu vikum. Deildin bendir í Morgunkorni sínu í dag að vextir á útlánum sjóðsins hafi hækkað um 0,15 prósent á árinu vegna kröfuhækkunar á íbúðabréfum og séu vextirnir, með uppgreiðsluálagi, nú orðnir jafnháir og þeir voru þegar samkeppni hófst á húsnæðislánamarkaði í ágúst fyrir þremur árum þegar bankarnir hófu að veita fasteignlán.

Greiningardeildin segir kröfu íbúðabréfa hafa hækkað hratt undanfarnar vikur og séu litlar líkur á að hún muni lækka svo einhverju nemi á næstu vikum. Fari Íbúðalánasjóður í útboð við þær aðstæður sem nú séu á markaði megi reikna með að hann þurfi að hækka vexti um 0,35-0,45 prósentustig, að sögn greiningardeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×