Viðskipti erlent

Dregur úr vöruskiptahallanum vestanhafs

Mynd/AFP

Heldur dró úr vöruskiptahalla í Bandaríkjunum á milli mánaða í ágúst en hallinn hefur ekki verið minni í sjö mánuði. Þetta er umfram væntingar. Mestu munar um aukinn útflutning samfara lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og minni innflutningur frá Kína í mánuðinum.

Verðmæti innflutnings í Bandaríkjunum í júlí nam 195,9 milljörðum dala, jafnvirði 11.789 milljörðum króna, í mánuðinum sem er 0,4 prósenta samdráttur á milli mánaða. Aldrei fyrr hefur jafn mikið verið flutt út af landbúnaðarvörum, svo sem hveiti, sojabaunum, korni og iðnaðarvörum.

Verðmæti útflutnings á sama tíma nam 138,3 milljörðum dala, sem er jafn mikill samdráttur á milli mánaða.

Þetta jafngildir því að halli á vöruskiptum nam 57,6 milljörðum dala í mánuðinum, sem er 2,4 prósenta samdráttur frá júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×