Hvernig er að deyja? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 15. október 2007 11:59 MYND/Getty Images Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Vísindamennirnir studdust við niðurstöður læknavísinda og reynslusögur þeirra sem höfðu næstum dáið eða verið lífgaðir við. Vanalega er það skortur á súrefni til heilans sem veldur dauða samkvæmt rannsókninni.DrukknunSkelfing grípur fórnarlömbin fyrst og þau reyna að halda í sér andanum, vanalega í um 30 sekúndur. Þeir sem hafa komist lífs af segja að þegar vatn fari í lungun sé eins og þau séu að brenna eða rifna, en fljótlega fylgi afar róandi og friðsæl tilfinning. Skortur á súrefni veldur meðvitundarleysi, hjartað hættir að slá og heiladauði fylgir í kjölfarið.HjartaáfallÞrúgandi brjóstverkur, eða tilfinning eins og þrýst sé á brjóstkassann er algengasta einkenni þess þegar hjartvöðvinn berst fyrir súrefni. Eftir um 10 sekúndur verður viðkomandi meðvitundarlaus og innan nokkurra mínútna getur dauði fylgt. BlóðmissirSá sem missir einn og hálfan líter af blóði verður máttlaus, þyrstur og kvíðinn. Þegar blóðmissir er kominn upp í tvo lítra svimar fólki, það verður ruglað og missir að lokum meðvitund. Raflost Raflost í heimahúsi getur leitt til hjartastopps sem aftur leiðir til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur. Sterkari straumar í gegnum hjartað eða heilann geta stuðlað að tafarlausu meðvitundarleysi. Því hefur hins vegar verið haldið fram að fangar sem eru líflátnir með þessum hætti hafi raunverulega dáið úr ofhitnun heilans eða köfnun. Hátt fallÞeir sem hafa lifað af hátt fall segja skynhrif af því að tíminn hægi á sér mjög sterk. Rannsókn á 100 sjálfsmorðsstökkvum af Golden Gate brúnni í San Fransisco leiddi í ljós skyndilegan dauða þar sem lungu höfðu fallið saman, hjörtu sprungið eða skemmdir orðið á líffærum af völdum brotinna rifbeina. Henging Sjálfsmorðshengingar og gamaldags aftökuaðferðir orsaka dauða af völdum kyrkingar. Þetta getur leitt til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur, en snara sem lendir á vitlausum stað getur orsakaða margra mínútna þjáningu. Að falla niður í snörunni úr einhverri hæð leiðir til hálsbrots. Rannsókn á 34 föngum sem líflátnir voru á þennan hátt sýnir að fjórir af hverjum fimm létust að mestu vegna köfnunar. Eldur Bruni veldur áköfum sársauka og eykur tilfinningu húðarinnar fyrir honum. Þegar yfirborðstaugar skemmast minnkar tilfinningin að hluta - en ekki mikið, samkvæmt sérfræðingunum. En flestir sem deyja í eldsvoðum kafna eða verða fyrir reykeitrun áður en þeir verða eldinum að bráð. Afhöfðun Að vera hálshöggvinn getur tekið skjótan tíma og verið kvalalaust, en meðvitund er talin halda áfram í stuttan tíma eftir að mænan fer í sundur. Sérfræðingar hafa reiknað út að heilinn gæti haldið áfram að virka í nokkrar sekúndur. Skýrslur af aflífunum með fallöxum í Frakklandi sýndu hreyfingar á augum og munni í allt að hálfa mínútu. Vísindi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Vísindamennirnir studdust við niðurstöður læknavísinda og reynslusögur þeirra sem höfðu næstum dáið eða verið lífgaðir við. Vanalega er það skortur á súrefni til heilans sem veldur dauða samkvæmt rannsókninni.DrukknunSkelfing grípur fórnarlömbin fyrst og þau reyna að halda í sér andanum, vanalega í um 30 sekúndur. Þeir sem hafa komist lífs af segja að þegar vatn fari í lungun sé eins og þau séu að brenna eða rifna, en fljótlega fylgi afar róandi og friðsæl tilfinning. Skortur á súrefni veldur meðvitundarleysi, hjartað hættir að slá og heiladauði fylgir í kjölfarið.HjartaáfallÞrúgandi brjóstverkur, eða tilfinning eins og þrýst sé á brjóstkassann er algengasta einkenni þess þegar hjartvöðvinn berst fyrir súrefni. Eftir um 10 sekúndur verður viðkomandi meðvitundarlaus og innan nokkurra mínútna getur dauði fylgt. BlóðmissirSá sem missir einn og hálfan líter af blóði verður máttlaus, þyrstur og kvíðinn. Þegar blóðmissir er kominn upp í tvo lítra svimar fólki, það verður ruglað og missir að lokum meðvitund. Raflost Raflost í heimahúsi getur leitt til hjartastopps sem aftur leiðir til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur. Sterkari straumar í gegnum hjartað eða heilann geta stuðlað að tafarlausu meðvitundarleysi. Því hefur hins vegar verið haldið fram að fangar sem eru líflátnir með þessum hætti hafi raunverulega dáið úr ofhitnun heilans eða köfnun. Hátt fallÞeir sem hafa lifað af hátt fall segja skynhrif af því að tíminn hægi á sér mjög sterk. Rannsókn á 100 sjálfsmorðsstökkvum af Golden Gate brúnni í San Fransisco leiddi í ljós skyndilegan dauða þar sem lungu höfðu fallið saman, hjörtu sprungið eða skemmdir orðið á líffærum af völdum brotinna rifbeina. Henging Sjálfsmorðshengingar og gamaldags aftökuaðferðir orsaka dauða af völdum kyrkingar. Þetta getur leitt til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur, en snara sem lendir á vitlausum stað getur orsakaða margra mínútna þjáningu. Að falla niður í snörunni úr einhverri hæð leiðir til hálsbrots. Rannsókn á 34 föngum sem líflátnir voru á þennan hátt sýnir að fjórir af hverjum fimm létust að mestu vegna köfnunar. Eldur Bruni veldur áköfum sársauka og eykur tilfinningu húðarinnar fyrir honum. Þegar yfirborðstaugar skemmast minnkar tilfinningin að hluta - en ekki mikið, samkvæmt sérfræðingunum. En flestir sem deyja í eldsvoðum kafna eða verða fyrir reykeitrun áður en þeir verða eldinum að bráð. Afhöfðun Að vera hálshöggvinn getur tekið skjótan tíma og verið kvalalaust, en meðvitund er talin halda áfram í stuttan tíma eftir að mænan fer í sundur. Sérfræðingar hafa reiknað út að heilinn gæti haldið áfram að virka í nokkrar sekúndur. Skýrslur af aflífunum með fallöxum í Frakklandi sýndu hreyfingar á augum og munni í allt að hálfa mínútu.
Vísindi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira