Tónlist

Söngur Geirs Haarde styrkir MS-samtökin

Hin nýja plata South River Band, Allar stúlkurnar, er væntanleg til landsins í næstu viku og verður sett í sölu á netinu. 500 kr. af hverju seldu eintaki munu renna til styrktar MS-samtökunum. Sem kunnugt er af fréttum á Vísi mun Geir H. Haarde forsætisráðherra syngja lagið I Walk The Line eftir Johnny Cash á plötunni en lagið er í þýðingu Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests.

Kormákur Bragason einn meðlima South River Band segir að platan verði aðeins seld í gengum netið og að hægt sé að panta hana á vefsíðunni tonsprotinn.is frá og með þarnæstu helgi. Auk plötunnar verða allar aðrar plötur hljómsveitarinnar til sölu svo og plötur annarra tónlistarmanna.

"Það er sammerkt með öllu efninu sem til sölu verður á vefsíðunni að 500 krónur af hverju eintaki mun renna til góðgerðarstarfsemi að vali viðkomandi tónlistarmanns," segir Kormákur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×