Hvað kom fyrir augabrúnir Monu Lisu? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. október 2007 15:38 MYND/AFP Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Nú hefur franskur verkfræðingur og uppfinningamaður sagt að hann hafi leyst hluta gátunnar. Pascal Cotte tilkynni í gær að hann hefði fundið sönnun þess að þegar Leonardo da Vinci málaði myndina hafi hann málað bæði augnhár og augabrúnir. Cotte rannsakaði þetta frægasta málverk heims með háskerpumyndavél sem hann hannaði sjálfur. Tækið skannaði inn 240 milljón pixla mynd með 13 ljósaskölum, meðal annars með útfjólubláum og innrauðum geislum. Útkoman varð ljósmynd með sérstaklega hárri upplausn upp á 150 þúsund punkta á hverja tommu (2,54cm). Þannig varð stækkunin á andliti Monu Lisu 24-föld. Sönnun Cotte´s fyrir að augabrúnir voru á myndinni - eitt hár var málað ofan við vinstri augabrún. Ef Mona Lisa hafði einhvern tíman augabrúnir og augnhár, hvert fóru þau þá? Hugsanlega fölnuð litarefni, leggur Cotte til, eða misheppnuð tilraun við að þrífa málverkið. Hann segir að ef myndin er skoðuð nánar sjáist greinilega að sprungur í kringum augun hafi lítillega dofnað. Það geti útskýrt að safnvörður eða viðgerðarmaður hafi hreinsað augað, og þannig fjarlægt augnhár og augabrúnir. En rannsóknin leiddi til frekari uppgötvana. Á innrauðri mynd sést á undirlagi að fingur Monu Lisu hafi verið málaðir í örlitið anarri stöðu en á endanlegu útkomunni á efsta lagi málverksins. Cotte útskýrir að ástæðan sé teppi sem módelið hafi haldið í kjöltu sinni. Í gegnum tíðina hafi þúsundir málara reynt að herma eftir þessari stöðu handarinnar, en ekki skilið af hverju hún var svona. "Staða handarinnar er til að halda teppinu við magann. Fyrir mig er þetta gjörsamlega frábær uppgötvun," sagði Cotte. Hluti málverksins hefur dofnað í þau 500 ár sem liðin eru frá því Leonardo lauk við gerð myndarinnar, en hún var meira en áratug í vinnslu og hann vann að henni fram til dauðadags. Orð meistarans voru: "List er aldrei fullkláruð, aðeins yfirgefin." Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í Metreon safninu í San Fransisco sem hluti af sýningunni "Da Vinci: Sýning snillings." Vísindi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Nú hefur franskur verkfræðingur og uppfinningamaður sagt að hann hafi leyst hluta gátunnar. Pascal Cotte tilkynni í gær að hann hefði fundið sönnun þess að þegar Leonardo da Vinci málaði myndina hafi hann málað bæði augnhár og augabrúnir. Cotte rannsakaði þetta frægasta málverk heims með háskerpumyndavél sem hann hannaði sjálfur. Tækið skannaði inn 240 milljón pixla mynd með 13 ljósaskölum, meðal annars með útfjólubláum og innrauðum geislum. Útkoman varð ljósmynd með sérstaklega hárri upplausn upp á 150 þúsund punkta á hverja tommu (2,54cm). Þannig varð stækkunin á andliti Monu Lisu 24-föld. Sönnun Cotte´s fyrir að augabrúnir voru á myndinni - eitt hár var málað ofan við vinstri augabrún. Ef Mona Lisa hafði einhvern tíman augabrúnir og augnhár, hvert fóru þau þá? Hugsanlega fölnuð litarefni, leggur Cotte til, eða misheppnuð tilraun við að þrífa málverkið. Hann segir að ef myndin er skoðuð nánar sjáist greinilega að sprungur í kringum augun hafi lítillega dofnað. Það geti útskýrt að safnvörður eða viðgerðarmaður hafi hreinsað augað, og þannig fjarlægt augnhár og augabrúnir. En rannsóknin leiddi til frekari uppgötvana. Á innrauðri mynd sést á undirlagi að fingur Monu Lisu hafi verið málaðir í örlitið anarri stöðu en á endanlegu útkomunni á efsta lagi málverksins. Cotte útskýrir að ástæðan sé teppi sem módelið hafi haldið í kjöltu sinni. Í gegnum tíðina hafi þúsundir málara reynt að herma eftir þessari stöðu handarinnar, en ekki skilið af hverju hún var svona. "Staða handarinnar er til að halda teppinu við magann. Fyrir mig er þetta gjörsamlega frábær uppgötvun," sagði Cotte. Hluti málverksins hefur dofnað í þau 500 ár sem liðin eru frá því Leonardo lauk við gerð myndarinnar, en hún var meira en áratug í vinnslu og hann vann að henni fram til dauðadags. Orð meistarans voru: "List er aldrei fullkláruð, aðeins yfirgefin." Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í Metreon safninu í San Fransisco sem hluti af sýningunni "Da Vinci: Sýning snillings."
Vísindi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira