Inter Milan fékk í kvöld þær slæmu fréttir að Patrick Vieira yrði frá keppni út þetta ár. Hann er nýbúinn að jafna sig á öðrum meiðslum.
Vieira spilaði sinn fyrsta leik síðan í ágúst um síðustu helgi gegn Emil Hallfreðssyni og félögum hans í Reggina. Hann entist þó aðeins sautján mínútur í leik Inter og CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á þriðjudaginn og þurfti að fara af velli vegna meiðsla í kálfa.
Vieira þarf nú að hvíla sig í 40 daga og er talið að hann muni ekki verða klár í slaginn á nýjan leik fyrr en Inter mætir Siena þann 13. janúar á næsta ári.