Erlent

600 ára pylsuuppskrift

Þjóðararfur Þýskalands.
Þjóðararfur Þýskalands.
Þýskur áhuga sagnfræðingur hefur fundið 600 ára gamla uppskrift að hinum frægu Thuringian pylsum. Jafnframt komst hann að því að á miðöldum var talsvert strangt gæðaeftirlit. Thuringian bratwurst eru búnar til úr blöndu af nauta- og svínakjöti. Þær eru taldar hluti af menningararfleifð Þýskalands.

Hubert Erzmann fann uppskriftina í eldgamalli skruddu í bænum Weimar. Þar fann hann einnig þær upplýsingar að til forna voru sérstakar gæðanefndir á mörkuðum í borgum og bæjum landsins. Þær áttu að fylgjast með því að matur sem þar væri seldur væri ferskur og fínn.

Ef pylsuframleiðendur fylgdu ekki þeim fyrirmælum að nota aðeins ferskasta og besta kjöt sem völ var á, voru þeir sektaðir um ein daglaun.

Uppskriftin gamla verður ekki opinberuð fyrr en eftir einhverja daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×