Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að á næsta ári nemi útgjöld hins opinbera 47 prósentum af landsframleiðslu. Í ár nemi útgjöldin 44,5 prósent landsframleiðslunnar. Þannig aukist opinber útgjöld um 5,5 prósent á þessu ári og um 3,5 prósent á því næsta.
Seðlabankinn segir í Peningamálum að samneyslan hafi vaxið umfram áform fjárlaga undanfarin ár. Verði svo áfram stefni í að afgangur á rekstri hins opinbera verði 4,5 prósent af landsframleiðslu. Það sé tveimur prósentum minna en í fyrra.
Seðlabankinn telur versnandi horfur á afkomu hins opinbera á árunum 2008 og 2009.