Tvö lið í efstu deild á Ítalíu hafa skipt um þjálfara, það eru Cagliari og Siena. Nedo Sonetti er nýr þjálfari Cagliari sem rak Marco Giampaolo frá störfum fyrr í dag og þá er Mario Beretta tekinn við Siena á ný.
Sonetti þekkir vel til hjá Cagliari en þessi 66 ára þjálfari er að taka við liðinu í þriðja sinn. Sonetti hefur verið laus síðan hann féll með Ascoli á síðasta tímabili. Cagliari er sem stendur í fjórða neðsta sæti á Ítalíu.
Siena er sæti fyrir ofan með jafnmörg stig. Andrea Mandorlini var rekinn sem þjálfari liðsins í gær og í hans stað var Beretta ráðinn. Beretta þjálfaði Siena á síðasta tímabili og náði að bjarga liðinu frá falli í síðustu umferð en sagði upp eftir það.