Flensusprautan virkar ekki sem skyldi 24. nóvember 2007 15:58 MYND/Getty Images Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Þrátt fyrir að 15 milljón Breta fái flensusprautu á ári hverju segir hann það ekki tryggja vernd gegn flensunni. „Ég hef aldrei verið ánægður með árangur lyfsins," sagði hinn ástralski Laver við breska blaðið Times, en hann þróaði lyfið ásamt öðrum fyrir meira en 40 árum. Hann telur lyf sem vinni á flensu eftir að menn hafi veikst þurfi að vera fáanleg í apótekum án lyfseðils. Hann segir þó að flensulyfið sé betra en ekkert og hann vilji ekki ráðleggja fólki að taka það ekki. Besta leiðin til að vernda heilsu almennings sé að gera lyf eins og Tamiflu og Relenza aðgengileg almenningi, en lyfin eru nú lyfseðilsskyld. Ef þau eru tekin stuttu eftir að einkenna fer að gæta er líklegra að lyfin vinni á flensunni heldur en eftir að sjúklingurinn hefur þurft að eyða tíma í að hitta lækni. Hann telur að hundruð lífa gætu bjargast ef lyfin væru ekki lyfseðilsskyld. Flensa kostar 12 þúsund manns lífið á hverju ári í Bretlandi, en í alvarlegri faröldrum fer talan upp í 20 þúsund. Laver sem er fyrrverandi prófessor við háskóla í Canberra telur að ef flensufaraldur vetrarins í Bretlandi verði jafn slæmur og hann var í Ástralíu eigi Bretar ekki von á góðu. Þrisvar sinnum fleiri Ástralar veiktust af flensu á síðasta tímabili, en tímabilinu á undan. Í þeim hópi voru jafnvel hraust ungmenni sem veiktust illa. Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Þrátt fyrir að 15 milljón Breta fái flensusprautu á ári hverju segir hann það ekki tryggja vernd gegn flensunni. „Ég hef aldrei verið ánægður með árangur lyfsins," sagði hinn ástralski Laver við breska blaðið Times, en hann þróaði lyfið ásamt öðrum fyrir meira en 40 árum. Hann telur lyf sem vinni á flensu eftir að menn hafi veikst þurfi að vera fáanleg í apótekum án lyfseðils. Hann segir þó að flensulyfið sé betra en ekkert og hann vilji ekki ráðleggja fólki að taka það ekki. Besta leiðin til að vernda heilsu almennings sé að gera lyf eins og Tamiflu og Relenza aðgengileg almenningi, en lyfin eru nú lyfseðilsskyld. Ef þau eru tekin stuttu eftir að einkenna fer að gæta er líklegra að lyfin vinni á flensunni heldur en eftir að sjúklingurinn hefur þurft að eyða tíma í að hitta lækni. Hann telur að hundruð lífa gætu bjargast ef lyfin væru ekki lyfseðilsskyld. Flensa kostar 12 þúsund manns lífið á hverju ári í Bretlandi, en í alvarlegri faröldrum fer talan upp í 20 þúsund. Laver sem er fyrrverandi prófessor við háskóla í Canberra telur að ef flensufaraldur vetrarins í Bretlandi verði jafn slæmur og hann var í Ástralíu eigi Bretar ekki von á góðu. Þrisvar sinnum fleiri Ástralar veiktust af flensu á síðasta tímabili, en tímabilinu á undan. Í þeim hópi voru jafnvel hraust ungmenni sem veiktust illa.
Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira