Barnaníðingar með öðruvísi heila 29. nóvember 2007 14:52 Dr. Cantor segir að þó barnaníðingar stjórni ekki löngunum sínum, geti þeir stjórnað því hvað þeir gera. MYND/Getty Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. Rannsóknin er gerð af Centre for Addiction and Mental Health í Toronto í Kanada og birtist í Journal of Psychiatry Research. Hún kemur í kjölfar rannsóknar vísindamanna við Yale háskóla, þar sem fram kom mismunur á hugsanamynstri barnaníðinga og heilbrigðra einstaklinga. Forstöðumaður rannsóknarinnar, Dr James Cantor, sagði að rannsóknin benti til þess að barnaníðingana skorti töluvert á hvítuvef sem tengdi saman sex mismunandi svæði í heilanum sem öll spiluðu rullu í kynferðislegri örvun. Kenning hans er sú að skortur á tengingum í heila valdi því að mennirnir geti ekki greint almennilega á milli þess sem væri viðeigandi og óviðeigandi þegar kemur að því hvað örvar þá kynferðislega. Hingað til hefur verið talið að barnahneigð tengist áfalli í æsku eða misnotkun. Hún hefur einnig verið tengd við lága greindarvísitölu, sem bendir til að tengsl séu við þróun heila. Barnaníðingar eru einnig þrisvar sinnum líklegri til að vera örvhentir en aðrir. Dr. Cantor lagði áherslu á að rannsóknin benti ekki til þess að ekki ætti að sækja barnaníðinga til saka fyrir verknað sinn. ,,Þó þú getir ekki valið hvað vekur áhuga þinn kynferðislega þýðir það ekki að þú getir ekki valið hvað þú gerir." sagði Dr. Cantor. Vísindi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum. Rannsóknin er gerð af Centre for Addiction and Mental Health í Toronto í Kanada og birtist í Journal of Psychiatry Research. Hún kemur í kjölfar rannsóknar vísindamanna við Yale háskóla, þar sem fram kom mismunur á hugsanamynstri barnaníðinga og heilbrigðra einstaklinga. Forstöðumaður rannsóknarinnar, Dr James Cantor, sagði að rannsóknin benti til þess að barnaníðingana skorti töluvert á hvítuvef sem tengdi saman sex mismunandi svæði í heilanum sem öll spiluðu rullu í kynferðislegri örvun. Kenning hans er sú að skortur á tengingum í heila valdi því að mennirnir geti ekki greint almennilega á milli þess sem væri viðeigandi og óviðeigandi þegar kemur að því hvað örvar þá kynferðislega. Hingað til hefur verið talið að barnahneigð tengist áfalli í æsku eða misnotkun. Hún hefur einnig verið tengd við lága greindarvísitölu, sem bendir til að tengsl séu við þróun heila. Barnaníðingar eru einnig þrisvar sinnum líklegri til að vera örvhentir en aðrir. Dr. Cantor lagði áherslu á að rannsóknin benti ekki til þess að ekki ætti að sækja barnaníðinga til saka fyrir verknað sinn. ,,Þó þú getir ekki valið hvað vekur áhuga þinn kynferðislega þýðir það ekki að þú getir ekki valið hvað þú gerir." sagði Dr. Cantor.
Vísindi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira