Joe Cortez dæmir bardaga ársins 4. desember 2007 14:10 Joe Cortez ræðir við Mike Tyson NordicPhotos/GettyImages Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Lið Ricky Hatton hafði lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að Hatton fengi ekki að fullnýta grimman stíl sinn ef óreyndur dómari hefði verið fenginn í verkefnið, en þeim áhyggjum hefur nú verið aflétt. Cortez dæmdi til að mynda bardaga Hatton og Luis Castillo forðum og þá hefur hann reynslu af að dæma t.d. bardaga Shane Mosley og Mike Tyson á síðustu árum svo eitthvað sé nefnt. "Þetta verður slagur tveggja af bestu boxurum í heiminum og því er eðlilegt að þeir fái að sýna hvað í þeim býr," sagði þjálfari Hatton, Billy Graham. Hatton á það til að blæða hressilega í bardögum sínum og það fer fyrir brjóstið á sumum dómurum. Graham fagnar því að Cortez hafi verið fenginn í verkefnið. "Maður hefur alltaf áhyggjur af skurðum en við erum með góðan saumara í okkar horni og ég vona að dómarinn sé ekki viðkvæmur," sagði þjálfarinn. Hann á von á því að Mayweather geri mikið af því að væla yfir Hatton í bardaganum, en Mayweather gagnrýndi breskan andstæðing sinn fyrir að beita olnbogunum fyrir sig í bardaganum við Luis Castillo. "Ég veit að Mayweather á eftir að væla mikið í dómararnum en hann verður að huga að því að menn verða að halda uppi vörnum allan bardagann. Um leið og hann lætur hendurnar falla og fer að væla - á Ricky eftir að lumbra á honum. Það er það eina sem Floyd þarf að hafa áhyggjur af fyrirfram," sagði þjálfari Hatton. Bardagi Hatton og Mayweather verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið. Box Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Lið Ricky Hatton hafði lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að Hatton fengi ekki að fullnýta grimman stíl sinn ef óreyndur dómari hefði verið fenginn í verkefnið, en þeim áhyggjum hefur nú verið aflétt. Cortez dæmdi til að mynda bardaga Hatton og Luis Castillo forðum og þá hefur hann reynslu af að dæma t.d. bardaga Shane Mosley og Mike Tyson á síðustu árum svo eitthvað sé nefnt. "Þetta verður slagur tveggja af bestu boxurum í heiminum og því er eðlilegt að þeir fái að sýna hvað í þeim býr," sagði þjálfari Hatton, Billy Graham. Hatton á það til að blæða hressilega í bardögum sínum og það fer fyrir brjóstið á sumum dómurum. Graham fagnar því að Cortez hafi verið fenginn í verkefnið. "Maður hefur alltaf áhyggjur af skurðum en við erum með góðan saumara í okkar horni og ég vona að dómarinn sé ekki viðkvæmur," sagði þjálfarinn. Hann á von á því að Mayweather geri mikið af því að væla yfir Hatton í bardaganum, en Mayweather gagnrýndi breskan andstæðing sinn fyrir að beita olnbogunum fyrir sig í bardaganum við Luis Castillo. "Ég veit að Mayweather á eftir að væla mikið í dómararnum en hann verður að huga að því að menn verða að halda uppi vörnum allan bardagann. Um leið og hann lætur hendurnar falla og fer að væla - á Ricky eftir að lumbra á honum. Það er það eina sem Floyd þarf að hafa áhyggjur af fyrirfram," sagði þjálfari Hatton. Bardagi Hatton og Mayweather verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið.
Box Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira